þri 04. júní 2019 11:31
Elvar Geir Magnússon
Kári ræðir við Víkinga eftir landsleikina - Ætti að vera klár 1. júlí
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, er í þessum skrifuðu orðum á æfingu á Laugardalsvelli en framundan eru leikir gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM.

Leikið verður gegn Albönum á laugardag og Tyrkjum þremur dögum síðar.

Kári hefur lokið tímabili sínu með Genclerbirligi í Tyrklandi og bendir flest til þess að hann gangi í raðir síns uppeldisfélags, Víkings í Reykjavík, þegar glugginn hér á landi opnar.

Kári fundar með Víkingum eftir landsleikina.

„Við ætlum að ræða það eftir þessa landsleiki, leyfa mér að einbeita mér að þeim. En glugginn opnar 1. júlí og það eru ágætis líkur," sagði Kári við Fótbolta.net í dag.

Víkingur á leik við ÍA þann 1. júlí og mögulegt að Kári leiki þann leik.

Kári er 36 ára og ljóst að það væri mikill styrkur fyrir Víkinga að fá hann í sínar raðir en liðið situr í fallsæti í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner