banner
   fim 18. júlí 2019 15:26
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum markvörður Man Utd í Helsingborg (Staðfest)
Anders Lindegaard og Sir Alex Ferguson er liðið varð Englandsmeistari árið 2013
Anders Lindegaard og Sir Alex Ferguson er liðið varð Englandsmeistari árið 2013
Mynd: Getty Images
Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Helsingborg en félagið fékk danska markvörðinn Anders Lindegaard á frjálsri sölu í dag.

Lindegaard er 35 ára gamall var síðast á mála hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni en honum tókst aðeins að spila tvo leiki á tveimur árum.

Samningur hans við félagið rann út í sumar en hann var fljótur að finna sér lið og er nú búinn að semja við Helsingborg í Svíþjóð.

Lindegaard var á mála hjá Manchester United frá 2010-2015 þar sem hann varð enskur meistari. Hann spilaði 29 leiki fyrir United en auk þess hefur hann leikið fyrir OB, Álasund, WBA og Preston.

Helsingborg gekk þá í gær frá kaupum á Daníel Hafsteinssyni frá KA en þjálfari liðsins er sænska kempan Henrik Larsson.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner