Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 14. ágúst 2019 09:26
Magnús Már Einarsson
Alexis Sanchez á förum eftir rifrildi við Greenwood?
Powerade
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Toby Alderweireld.
Toby Alderweireld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slúðurpakkinn er alltaf vinsæll, sama hvaða tími árs er. BBC tók saman.



Forráðamenn PSG og Barcelona hittust í fyrsta skipti í gær til að ræða félagaskipti Neymar (27). Fundurinn stóð yfir í þrjá klukkutíma en ekki náðust þó samningar á þessum fyrsta fundi. (Le Parisien)

Barcelona er reiðbúið að bjóða PSG 93 milljónir punda og Philippe Coutinho (27) og Ivan Rakitic (31) í skiptum fyrir Neymar. (ESPN)

PSG vill fá 93 milljónir punda, Coutinho, Rakitic og bakvörðinn Nelson Semedo (25) fyrir Neymar. (Mail)

Barcelona er að skoða möguleika á að fá Neymar á láni í sumar með möguleika á kaupum síðar meir. (Independent)

Manchester United ætlar ekki að hlusta á tilboð í Paul Pogba (26) áður en félagaskiptaglugginn í öðrum deildum lokar um mánaðarmótin. (Telegraph)

Aðrar fréttir segja að Manchester United reikni með tilboði frá Real Madrid í Pogba. (Mirror)

Manchester United gæti greitt hluta af launum Alexis Sanchez (30) ef hann fer til Roma á láni. (Sun)

Sanchez reifst við Mason Greenwood (17) á æfingu eftir að sóknarmaðurinn ungi braut á honum. (Sun)

Toby Alderweireld (30) er tilbúinn að láta samning sinn hjá Tottenham renna út svo hann geti farið frítt frá félaginu næsta sumar. (Mirror)

Tiemoue Bakayoko (24) miðjumaður Chelsea, er mögulega á leið aftur til Mónakó á láni. (Mail)

Dejan Lovren (30) æfði ekki með Liverpool í gær en hann gæti verið á leið til Roma. (Telegraph)

Newcastle hefur hafið viðræður um nýjan samning við Sean Longstaff (21) en Manchester United sýndi honum áhuga í sumar. (Times)

Forráðamenn brasilíska félagsins Flamengo eru mættir til Evrópu til að ganga frá tveggja ára samningi við Mario Balotelli. (Corriere dello Sport)

Lazio, Napoli, Roma og Fiorentina eru öll að berjast um Fernando Llorente (34) sem er án félags eftir að samningur hans hjá Tottenham rann út í sumar. (Mail)

Jack Wilshere (27) miðjumaður West Ham borgar sjálfur fyrir flug til sjúkraþjálfara í Írlandi til að reyna að ná bata af meiðslum sínum. (Mail)

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, vill að leikmenn sem eru á sölulista hjá félaginu fari að finna sér ný félög. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner