Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 11. september 2019 14:13
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Ég sé ekkert annað fyrir mér en sigur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er langt síðan bikarinn kom í Víkina og það er mikil spenna fyrir þessum leik," segir Sölvi Geir Ottesen, fyrirlið Víkings.

Víkingar hafa einu sinni orðið bikarmeistarar og það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum á laugardaginn klukkan 17, þegar Víkingur mætir FH í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.

Hvernig metur Sölvi möguleika Víkings?

„Ég sé ekkert annað fyrir mér en sigur. Ég tel möguleika okkar mikla. Við höfum mætt þeim tvisvar í deildinni og í þeim leikjum finnst mér við hafa spilað betur en þeir. Við komum fullir sjálftrausts í þessum leik og maður finnur það í Fossvoginum að það er spenna."

„Það er mikið í húfi. Það skiptir mestu að vinna titil og við ætlum að gera það, Evrópusæti er svo bara bónus. Við höfum spilað skemmtilegan fótbolta í sumar og FH spilar líka skemmtilegan fótbolta. Þetta gæti orðið skemmtilegur leikur."

Ljóst þykir að Kári Árnason geti ekki spilað leikinn eftir að hann meiddist í tapleik Íslands gegn Albaníu.

„Þetta er leiðinlegt fyrir Kára, þetta er stór og skemmtilegur leikur. Þetta er einn stærsti leikur Víkings og ég er svekktur fyrir hans hönd að ná ekki leiknum, ef svo fer," segir Sölvi.
Hvernig fer Liverpool - Everton á laugardag?
Athugasemdir