Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mið 11. september 2019 14:26
Elvar Geir Magnússon
Davíð Viðars: Tímabil FH verður dæmt af þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, er að sjálfsögðu mjög spenntur fyrir komandi bikarúrslitaleik en Hafnarfjarðarliðið mætir Víkingi á Laugardalsvelli á laugardag.

Davíð segir engan feluleik á bak við það að tímabil FH verði dæmt af þessum leik.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur. Við eigum engan séns á að vinna Íslandsmótið og það má segja að þessi leikur muni skilgreina tímabilið hjá okkur. Það þýðir ekkert að fela það," segir Davíð.

„Frá því að velgengnin byrjaði hjá FH þá höfum við farið þrisvar í úrslitaleikinn og unnið tvisvar. Þetta hefur ekki alveg verið okkar keppni miðað við velgengnina en það er ótrúlega gaman að komast í þennan leik. Við þurfum að sjá til þess að við njótum þess meira en þegar við komumst hingað 2017 og vorum bara lélegir."

Davíð er þar að tala um úrslitaleik gegn ÍBV þar sem FH-ingar náðu sér engan veginn á strik og Eyjamenn sigldu heim með bikarinn.

Davíð hrósar Víkingum og því sem Arnar Gunnlaugsson hefur gert með liðið.

„Þetta er virkilega vel spilandi lið og gaman að sjá hvað Arnar er búinn að gera þarna. Hann hefur fengið bæði efnilega og mjög góða leikmenn. Ég lít á Víking sem eitt besta lið deildarinnar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu Víkingsliði en erum óhræddir við að segja það að við ætlum að vinna þennan leik," segir Davíð en hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Vilt þú fá VAR inn í Bestu-deildina á Íslandi?
Athugasemdir
banner
banner