Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mið 11. september 2019 14:26
Elvar Geir Magnússon
Davíð Viðars: Tímabil FH verður dæmt af þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, er að sjálfsögðu mjög spenntur fyrir komandi bikarúrslitaleik en Hafnarfjarðarliðið mætir Víkingi á Laugardalsvelli á laugardag.

Davíð segir engan feluleik á bak við það að tímabil FH verði dæmt af þessum leik.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur. Við eigum engan séns á að vinna Íslandsmótið og það má segja að þessi leikur muni skilgreina tímabilið hjá okkur. Það þýðir ekkert að fela það," segir Davíð.

„Frá því að velgengnin byrjaði hjá FH þá höfum við farið þrisvar í úrslitaleikinn og unnið tvisvar. Þetta hefur ekki alveg verið okkar keppni miðað við velgengnina en það er ótrúlega gaman að komast í þennan leik. Við þurfum að sjá til þess að við njótum þess meira en þegar við komumst hingað 2017 og vorum bara lélegir."

Davíð er þar að tala um úrslitaleik gegn ÍBV þar sem FH-ingar náðu sér engan veginn á strik og Eyjamenn sigldu heim með bikarinn.

Davíð hrósar Víkingum og því sem Arnar Gunnlaugsson hefur gert með liðið.

„Þetta er virkilega vel spilandi lið og gaman að sjá hvað Arnar er búinn að gera þarna. Hann hefur fengið bæði efnilega og mjög góða leikmenn. Ég lít á Víking sem eitt besta lið deildarinnar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu Víkingsliði en erum óhræddir við að segja það að við ætlum að vinna þennan leik," segir Davíð en hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Hvort liðið mun að lokum enda ofar?
Athugasemdir
banner
banner