Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 11. september 2019 14:26
Elvar Geir Magnússon
Davíð Viðars: Tímabil FH verður dæmt af þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, er að sjálfsögðu mjög spenntur fyrir komandi bikarúrslitaleik en Hafnarfjarðarliðið mætir Víkingi á Laugardalsvelli á laugardag.

Davíð segir engan feluleik á bak við það að tímabil FH verði dæmt af þessum leik.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur. Við eigum engan séns á að vinna Íslandsmótið og það má segja að þessi leikur muni skilgreina tímabilið hjá okkur. Það þýðir ekkert að fela það," segir Davíð.

„Frá því að velgengnin byrjaði hjá FH þá höfum við farið þrisvar í úrslitaleikinn og unnið tvisvar. Þetta hefur ekki alveg verið okkar keppni miðað við velgengnina en það er ótrúlega gaman að komast í þennan leik. Við þurfum að sjá til þess að við njótum þess meira en þegar við komumst hingað 2017 og vorum bara lélegir."

Davíð er þar að tala um úrslitaleik gegn ÍBV þar sem FH-ingar náðu sér engan veginn á strik og Eyjamenn sigldu heim með bikarinn.

Davíð hrósar Víkingum og því sem Arnar Gunnlaugsson hefur gert með liðið.

„Þetta er virkilega vel spilandi lið og gaman að sjá hvað Arnar er búinn að gera þarna. Hann hefur fengið bæði efnilega og mjög góða leikmenn. Ég lít á Víking sem eitt besta lið deildarinnar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu Víkingsliði en erum óhræddir við að segja það að við ætlum að vinna þennan leik," segir Davíð en hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Hvert þessara liða fer upp í Bestu?
Athugasemdir