Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 11. september 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Lykillinn að keyra yfir þá
Tók ekki í mál að fara á hótel
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við látum strákana vita að þetta er stórleikur. Þetta er ekki eins og hver annar leikur. Þetta er stærsti leikur ársins í íslenskum fótbolta," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Fótbolta.net fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH á laugardag.

Undirbúningur Víkinga fyrir leikinn er hefðbundinn en stefnan er ekki sett á hótel daginn fyrir leik eins og Arnar prófaði sjálfur sem leikmaður á sínum tíma.

„Við tókum það ekki í mál. Ég þoldi það aldrei þegar maður var að spila. Maður var tekinn út úr þægindarammanum á skítahótel einhversstaðar. Þá ertu að bora í nefið á þér og bíða eftir leiknum. Það er langbest að leikmenn séu heima hjá sér eins og venjulega. Við borðum kvöldmat saman daginn fyrir leik eins og fyrir leikinn gegn Breiðabliki en síðan fara menn heim, dúlla sér þar, og eru klárir á leikdegi."

Arnar svaraði ákveðinn þegar hann var spurður að því hver er lykillinn að sigri fyrir Víking gegn FH? „Keyra yfir þá. Þeir eru með rosaleg gæði í sínum leikmannahóp. fótboltaleg gæði fram á við og miðjunni sem geta skaðað okkur. Þess vegna verðum við að vera á tánum allan leikinn. Við þurfum að narta í hælana á þeim."

„Þeim líður ekki vel að spila á móti okkur. Við munum hlaupa og hlaupa og höfum líka gæði til að geta haldið bolta og þreytt þá verulega þannig. Leikur okkar snýst um að vera á gríðarlega háu tempói frá fyrstu mínútu,"
sagði Arnar sem hrósaði liði FH í viðtalinu.

„Það má hrósa FH og Óla (Kristjánssyni, þjálfara) hvernig þeir hafa höndlað mótlætið í sumar. Þeir hafa höndlað það af karlmennsku og karakter. Liðið hans er mjög flott og vel spilandi en við erum það líka og þess vegna segi ég að þetta verði hörkuleikur."

Víkingar töpuðu 1-0 gegn Breiðabliki í æfingaleik í síðustu viku en það var síðasti leikur liðsins fyrr stórleikinn á laugardag. „Þetta var mjög góður leikur. Blikar mættu með sterkt lið og við vorum með sterkt lið. Þetta var fín æfing fyrir bæði lið," sagði Arnar að lokum.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner