Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mið 11. september 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Lykillinn að keyra yfir þá
Tók ekki í mál að fara á hótel
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við látum strákana vita að þetta er stórleikur. Þetta er ekki eins og hver annar leikur. Þetta er stærsti leikur ársins í íslenskum fótbolta," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Fótbolta.net fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH á laugardag.

Undirbúningur Víkinga fyrir leikinn er hefðbundinn en stefnan er ekki sett á hótel daginn fyrir leik eins og Arnar prófaði sjálfur sem leikmaður á sínum tíma.

„Við tókum það ekki í mál. Ég þoldi það aldrei þegar maður var að spila. Maður var tekinn út úr þægindarammanum á skítahótel einhversstaðar. Þá ertu að bora í nefið á þér og bíða eftir leiknum. Það er langbest að leikmenn séu heima hjá sér eins og venjulega. Við borðum kvöldmat saman daginn fyrir leik eins og fyrir leikinn gegn Breiðabliki en síðan fara menn heim, dúlla sér þar, og eru klárir á leikdegi."

Arnar svaraði ákveðinn þegar hann var spurður að því hver er lykillinn að sigri fyrir Víking gegn FH? „Keyra yfir þá. Þeir eru með rosaleg gæði í sínum leikmannahóp. fótboltaleg gæði fram á við og miðjunni sem geta skaðað okkur. Þess vegna verðum við að vera á tánum allan leikinn. Við þurfum að narta í hælana á þeim."

„Þeim líður ekki vel að spila á móti okkur. Við munum hlaupa og hlaupa og höfum líka gæði til að geta haldið bolta og þreytt þá verulega þannig. Leikur okkar snýst um að vera á gríðarlega háu tempói frá fyrstu mínútu,"
sagði Arnar sem hrósaði liði FH í viðtalinu.

„Það má hrósa FH og Óla (Kristjánssyni, þjálfara) hvernig þeir hafa höndlað mótlætið í sumar. Þeir hafa höndlað það af karlmennsku og karakter. Liðið hans er mjög flott og vel spilandi en við erum það líka og þess vegna segi ég að þetta verði hörkuleikur."

Víkingar töpuðu 1-0 gegn Breiðabliki í æfingaleik í síðustu viku en það var síðasti leikur liðsins fyrr stórleikinn á laugardag. „Þetta var mjög góður leikur. Blikar mættu með sterkt lið og við vorum með sterkt lið. Þetta var fín æfing fyrir bæði lið," sagði Arnar að lokum.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Hvernig fer Ísland - Sviss á sunnudaginn?
Athugasemdir
banner