fös 13. september 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Þorkell Gunnar spáir í 20. umferðina í Pepsi Max
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Val.
KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan heimsækir Breiðablik.
Stjarnan heimsækir Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, fékk þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umfeð í Pepsi Max-deild karla.

Eftir tveggja vikna landsleikjahlé byrjar boltinn aftur að rúlla í Pepsi Max-deildinni á sunnudag. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, spáir í leikina að þessu sinni.



KA 2 - 2 HK (16:00 á sunnudag)
KA menn líklega búnir að verja sætið sitt í deildinni. Þeir ætluðu klárlega að enda ofar en þeir munu gera. Flott fyrsta leiktíð hjá HK uppi. Finnst leikurinn lykta samt af jafntefli.

ÍA 2 - 1 Grindavík (16:00 á sunnudag)
Skagamenn hafa verið í basli seinni hluta Íslandsmóts en Grindavík allt mótið. Skaginn vinnur þetta.

Breiðablik 3 - 1 Stjarnan (19:15 á mánudag)
Það er meiri stemning í Kópavoginum þessa dagana og Blikar líka flottir fram á við.

Valur 2 - 1 KR (19:15 á mánudag)
Af hverju er maður að spá besta liði landsins sem er hársbreidd frá titlinum tapi? Kannski bara óskhyggja til að halda smá lífi áfram í mótinu. Trúi heldur ekki öðru en að Valsmenn mæti brjálaðir í þennan leik.

FH 3 - 0 ÍBV (16:45 á miðvikudag)
Held að þetta verði hægur vandi fyrir FH ef menn eru á tánum.

Fylkir 3 - 3 Víkingur (19:15 á miðvikudag)
Fáum einn hressan markaleik sem endar þó með jafntefli.

Sjá einnig:
Aron Elís Þrándarson (5 réttir)
Gói Sportrönd (5 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (4 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (4 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pétur Theodór Árnason (3 réttir)
Guðmundur Hilmarsson (3 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (3 réttir)
Jón Þór Hauksson (3 réttir)
Lárus Guðmundsson (3 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Edda Sif Pálsdóttir (2 réttir)
Böðvar Böðvarsson (1 réttur)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner