Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 12. október 2019 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neitaði Liverpool sem unglingur og leikur nú í 3. deild í Hollandi
Van der Moot í U17 ára landsleik fyrir Holland árið 2014.
Van der Moot í U17 ára landsleik fyrir Holland árið 2014.
Mynd: Getty Images
Hollenski framherjinn, Dani van der Moot, tjáði sig á dögunum um eftirsjána að hafa ekki samið við Liverpool þegar hann var yngri,

Þessi 22 ára leikmaður leikur í dag með Rijnsburg Boys í 3. efstu deild í Hollandi. Hann var í yngri liðum AZ og PSV og fékk tilboð frá Liverpool þegar hann var í AZ.

„Ef það er eitthvað sem ég sé eftir þá er það að hafa ekki samið við Liverpool," sagði van der Moot við Elfvoetbal.

„Það voru önnur lið sem sýndu áhuga á þessum tíma en Liverpool sýndi mestan. Ég fór í heimsókn með foreldrum mínum og mér var sagt hverju ég mátti eiga von á ef ég skrifaði undir."

Van der Moot valdi að fara til PSV í staðinn fyrir Liverpool fimmtán ára gamall. Þar gengu hlutirnir ekki alveg upp en van der Moot segir sig þó hafa lært helling af ferli sínum og að erfitt sé að plana mörg ár fram í tímann, sérstaklega á yngri árum.
Athugasemdir
banner
banner