Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   lau 09. nóvember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Leicester tekur á móti Arsenal
Enska helgin fór af stað með botnslag í gærkvöldi þar sem Watford vann sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu og reif sig upp um sæti.

Í dag heldur veislan áfram og er Lundúnaslagur á dagskrá í hádeginu, þegar Chelsea tekur á móti Crystal Palace.

Lærisveinar Frank Lampard hafa verið að gera frábæra hluti og eru búnir að vinna fimm úrvalsdeildarleiki í röð. Þeir geta hoppað tímabundið upp í 2. sæti deildarinnar með sigri.

Gylfi Þór Sigurðsson verður eflaust í leikmannahópi Everton sem heimsækir Southampton, en óljóst er hvort hann fái pláss í byrjunarliðinu. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með Burnley gegn West Ham vegna meiðsla sem munu halda honum frá í nokkrar vikur til viðbótar.

Tottenham á þá leik við nýliða Sheffield United á meðan Newcastle fær Bournemouth í heimsókn.

Síðasti leikur dagsins er jafnframt sá stærsti. Leicester tekur þar á móti Arsenal og er til mikils að vinna enda bæði lið sem ætla sér Meistaradeildarsæti í vor. Leicester er í þriðja sæti og Arsenal í fimmta. Leicester getur aukið bilið milli liðanna upp í níu stig með sigri.

Fyrsti og síðasti leikur dagsins verða sýndir beint á Síminn Sport.

Leikir dagsins:
12:30 Chelsea - Crystal Palace (Síminn Sport)
15:00 Southampton - Everton
15:00 Tottenham - Sheffield Utd
15:00 Newcastle - Bournemouth
15:00 Burnley - West Ham
17:30 Leicester - Arsenal (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner
banner