Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 09. nóvember 2019 19:10
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ronaldo tæpur fyrir leikinn gegn AC Milan
Portúgalinn magnaði Cristano Ronaldo er tæpur fyrir stórleikinn sem fer fram í ítölsku úrvalsdeildinni á morgun, Juventus tekur þá á móti AC Milan.

Ronaldo fór af velli þegar 8 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í leik Juventus í Meistaradeildinni í vikunni. Sarri, knattspyrnustjóri Juventus var spurður út í stöðuna á Ronaldo á blaðamannafundi í dag.

„Hvernig er staðan á Ronaldo? Ég veit það ekki með vissu, hann var hjá sjúkraþjálfara í gær. Við þurfum að taka stöðuna á æfingunni í dag og á æfingunni á morgun fyrir leik."

„Hann finnur aðeins til í hnénu, þetta er þó ekkert alvarlegt," sagði Sarri.

Leikur Juventus og AC Milan fer fram á morgun eins og fyrr segir, flautað verður til leiks klukkan 19:45.
Athugasemdir
banner
banner