Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. nóvember 2019 21:54
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Spánn: Messi með þrennu í stórsigri
Barcelona á toppinn
Þrenna frá Messi í kvöld.
Þrenna frá Messi í kvöld.
Mynd: Getty Images
Barcelona 4-1 Celta
1-0 Lionel Messi ('23, víti)
1-1 Lucas Olaza ('42)
2-1 Lionel Messi ('45)
3-1 Lionel Messi ('48)
4-1 Sergio Busquets ('85)

Barcelona og Celta Vigo mættust í lokaleik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni, þar voru fimm mörk skoruð.

Lionel Messi var í miklu stuði í kvöld, hann kom Barcelona yfir með marki úr vítaspyrnu á 23. mínútu.

Gestirnir í Celta Vigo jöfnuðu á 42. mínútu og því stefndi allt í að jafnt yrði í hálfleik, Messi sá hins vegar til þess að svo fór ekki þegar hann skoraði annað markið sitt og annað mark Barcelona á 45. mínútu.

Þegar seinni hálfleikur var þriggja mínútna gamall skoraði Messi þriðja markið sitt og þriðja mark Barcelona, það var svo Sergio Busquets sem gulltryggði sigur Börsunga þegar hann skoraði á 85. mínútu.

Barcelona fer með sigrinum á topp deildarinnar og tekur toppsætið af Real Madrid.
Athugasemdir
banner