Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 03. desember 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Messi: Var erfitt að horfa á Ronaldo fá gullknöttinn 2017
Besti fótboltamaður sögunnar?
Besti fótboltamaður sögunnar?
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Lionel Messi viðurkennir að það hafi verið erfitt að horfa á Cristiano Ronaldo lyfta Ballon d'Or gullknettinum fyrir tveimur árum.

Messi vann gullknöttinn í sjötta sinn í gær en það er met. Ronaldo hefur fimm sinnum hlotið verðlaunin.

Messi var með fimm knetti þegar Ronaldo vann 2016 og 2017 og jafnaði hann. Messi viðurkennir að það hafi verið erfitt að horfa upp á það.

„Á hinn bóginn þá var ég þakklátur fyrir að vera með fimm. Þegar Cristiano jafnaði mig þá verð ég að viðurkenna að það var sárt að horfa á það. Ég var ekki lengur einn," segir Messi.

Messi hefur verið gríðarlega sigursæll með Barcelona og viðurkennir hann að gullknettirnir séu ekki hápunkturinn.

„Ég mun njóta þessarar viðurkenningar með fjölskyldu minni. Svo fer einbeitingin á aðra hluti. Þessi viðurkenning gefur mér stolt og styrk til að halda áfram mínu starfi."
Athugasemdir
banner
banner
banner