Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. desember 2019 14:49
Magnús Már Einarsson
Tuchel sagður efstur á óskalista Bayern
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Þýska blaðið Bild segir frá því í dag að Bayern Munchen vilji fá Thomas Tuchel sem þjálfara næsta sumar.

Niko Kovac var rekinn frá Bayern í október og Hansi Flick hefur stýrt liðinu að undanförnu.

Bayern hefur unnið fjóra leiki í röð undir stjórn Flick en hann mun vera við stjórnvölinn fram yfir áramót og mögulega út þetta tímabil.

Mauricio Pochettino, Arsene Wenger og Massimiliano Allegri hafa meðal annars verið orðaðir við þjálfarastöðuna hjá Bayern.

Bild segir hins vegar í dag að Tuchel sé efstur á óskalistanum og að Bayern vilji að hann og Flick stýri liðinu saman á næsta tímabili.

Tuchel hefur stýrt PSG síðan sumarið 2018 en hann var áður þjálfari Borussia Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner