Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 11. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alli og Kane ferðast ekki með Tottenham
Jose Mourinho ætlar að tefla fram tilraunakenndu liði er Tottenham heimsækir FC Bayern í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Bæði lið eru búin að tryggja sig uppúr riðlinum, Bayern endar í fyrsta sæti og Tottenham í öðru sama hverjar lokatölurnar verða í innbyrðisviðureign liðanna.

Mourinho ætlar að nota unga leikmenn gegn Þýskalandsmeisturunum og skilur Dele Alli, Harry Kane, Jan Vertonghen og Serge Aurier eftir heima.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir unga leikmenn til að spreyta sig. Menn eins og Walker-Peters, Skipp, Parrott, Sessegnon og aðrir geta nýtt þetta tækifæri til að sanna sig," sagði Mourinho.

„Við munum mæta til leiks með lið sem getur náð í góð úrslit því orðspor félagsins er mikilvægt."
Athugasemdir
banner