Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Viðhorfsvandamál hjá efnilegasta leikmanni PSV
Mohamed Ihattaren og Roger Schmidt
Mohamed Ihattaren og Roger Schmidt
Mynd: Getty Images
Hollenski sóknartengiliðurinn Mohamed Ihattaren var ekki með PSV Eindhoven gegn Ajax um helgina í stórslagnum en viðhorfsvandamál eru að aftra leikmanninum frá því að spila.

Ihattaren er 19 ára gamall og þykir með efnilegustu leikmönnum Hollands en hann var meðal annars tilnefndur sem besti ungi leikmaður Evrópu í september.

Þessi bráðefnilegi leikmaður hefur átt erfitt tímabil en hann honum hefur aðeins tekist að skora tvisvar og leggja upp eitt mark í 25 leikjum.

Roger Schmidt, þjálfari PSV, bekkjaði Ihattaren gegn Olympiakos í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag og brást leikmaðurinn illa við og urðaði yfir liðsfélaga sína og starfslið félagsins.

Sú hegðun féll ekki vel í kramið hjá félaginu og var hann ekki valinn í hóp liðsins gegn Ajax um helgina.

„Allt starfsliðið, leikmennirnir og stjórnin gerðu allt til að styðja Ihattaren en hann hefur ekki nýtt tækifærið. PSV ákvað því að velja hann ekki í hópinn gegn Ajax eftir ósæmilega hegðun á fimmtudaginn," kom fram í yfirlýsingu PSV.

Schmidt dáist að hæfileikum Ihattaren en segir þó að hann þurfi að taka til í hausnum á sér.

„Þetta er mál sem er tekið á innan félagsins. Ég vil ekki tala um það en allir reyna að styðja hann. Það hefur gengið vel síðustu vikur en hann hefur nú tekið skref aftur á bak. Hann verður að verðskulda það að spila fyrir félagið og mun hann fá tækifæri til að sanna sig aftur í framtíðinni."

„Það sem gerðist var óásættanlegt. Ég gat ekki gefið honum sæti í hópnum. Hann gat séð í leiknum gegn Ajax hvað þarf til að vera í þessari stöðu. Ef hann leggur jafn hart að sér og Mario Götze, Ryan Thomas, Mauro Junior, Cody Gakpo eða Noni Madueke þá getur þetta gengið upp hjá honum en ef ekki þá er þetta ómögulegt verkefni. Þetta er undir honum komið að fá leiki í framtíðinni,"
sagði hann ennfremur.

Mino Raiola er umboðsmaður Ihattaren og kom þessi ákvörðun PSV honum í opna skjöldu. Ihattaren verður samningslaus árið 2022 en hann hefur verið orðaður við Ajax.

Ihattaren ákvað svo að strá salti í sárin eftir 1-1 jafnteflið í gær en hann hrósaði leikmönnum Ajax á samfélagsmiðlum eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner