Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 01. mars 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leeds með 100 milljón punda leikmann í sínu liði
Archie Gray.
Archie Gray.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Archie Gray er einhver mest spennandi leikmaður sem Englendingar eiga um þessar mundir.

Þessi 17 ára gamli leikmaður hefur fengið traustið með Leeds í Championship-deildinni á tímabilinu og hefur hann blómstrað í öflugu liði.

Gray var maður leiksins þegar Leeds tapaði 3-2 gegn Chelsea í FA-bikarnum í vikunni. Teamtalk skrifaði áhugaverða grein um þennan efnilega leikmann eftir leikinn gegn Chelsea. Þar segir:

„Fyrir svo ungan leikmann hefur Gray yfirvegun og þroska sem er svo sjaldgæft að sjá," segir í greininni og þar er fyrirsögnin sú að Gray sé leikmaður sem Leeds getur selt í framtíðinni fyrir 100 milljónir punda eða meira.

„Hann er ótrúlega tilkomumikill og þegar hann spilar svo vel gegn liði úr ensku úrvalsdeildinni þá er það augljóst að hann getur stigið upp í ensku úrvalsdeildina ef Leeds kemst upp á þessu tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner