Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. apríl 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danska knattspyrnusambandið tilkynnti um frestun á EM kvenna
Ísland er í harðri baráttu um að komast á EM kvenna.
Ísland er í harðri baráttu um að komast á EM kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska knattspyrnusambandið sendi frá sér tilkynningu í dag um að Evrópumóti kvenna, sem á að fara fram á næsta ári, yrði frestað um eitt ár, til 2022.

UEFA segir þó að engin staðfest ákvörðun hafi verið tekin í þessum efnum.

Vegna kórónuveirufaraldursins var Evrópumóti karla frestað til 2021 og sömu sögu er að segja af Ólympíuleikunum. EM kvenna á að fara fram í Englandi næsta sumar, en ekki er búið að taka ákvörðun með það mót enn sem komið er.

Í tilkynningu frá danska knattspyrnusambandinu í dag sagði: „Búið er að fresta EM kvenna og Evrópumóti karla til 2022 vegna þeirrar staðreyndar að bæði Ólympíuleikarnir og EM karla eiga að fara fram sumarið 2021."

Guardian sóttist eftir ummælum frá UEFA sem sagði: „Engin formleg ákvörðun hefur verið tekin, en það er líklegur möguleiki."

Ísland er í harðri baráttu í undankeppni EM þar sem liðið er í riðli með Svíþjóð, Ungverjalandi, Slóvakíu og Lettlandi. Ísland hefur unnið alla leiki sína í riðlinum til þessa.

Sjá einnig:
Leikjum karla- og kvennalandsliða Íslands frestað um óákveðinn tíma
Athugasemdir
banner
banner