Stjörnumenn fengu nýliða Leiknis í heimsókn á Samsungvellinum í Garðabæ í fyrstu umferð Pepsí Max-deildarinnar. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
„Þetta var bara hörkuleikur á móti öflugu liði Leiknis. Við stýrðum leiknum svolítið mikið, fengum fín færi bæði í fyrri og seinni hálfleik og svona "domineruðum" en náðum bara ekki að klára hann með marki, því miður."
„Þetta var bara hörkuleikur á móti öflugu liði Leiknis. Við stýrðum leiknum svolítið mikið, fengum fín færi bæði í fyrri og seinni hálfleik og svona "domineruðum" en náðum bara ekki að klára hann með marki, því miður."
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 0 Leiknir R.
Stjörnumenn fengu færin í kvöld en náðu ekki að koma boltanum yfir línuna.
„Hann varði feikivel markaðurinn þeirra, öflugur markmaður þar á ferð. Við náðum ekki að klára þetta og það er bara svoleiðis og við reynum að koma sterkari inn í næsta leik."
Pepsí Max-deildin er loksins farin að rúlla og eru Stjörnumenn bjartir á framhaldið.
„Gaman að þetta sé byrjað og nú er bara vika í næsta leik og við komum hrikalega vel stemmdir í þann leik."
Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















