Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 01. júní 2019 17:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara skora fleiri mörk
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu Fjölnismenn á Extra vellinum þegar 5.Umferð Inkasso deildar karla hélt áfram í dag.
Eftir markalausan leik framan af náðu Fjölnismenn þó að innsigla sigurinn í lokinn þegar Hans Viktor náði að koma boltanum framhjá Brynjari Atla í marki Njarðvíkur og lokastaðan 1-0 fyrir heimamönnum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Njarðvík

„Einfaldlega bara ánægður með strákana hversu mikið við settum í leikinn, þetta var hörku barátta og við lögðum allt í þetta." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur aðspurður út í fyrstu viðbrögð eftir leik.

„Það er lítið eftir og þá viljum við nátturlega klára stigið og fengum einhverja option-a en þeir voru heilt yfir mun sterkari í fyrrihálfleik en aftur á móti í seinni vorum við þétti og ógnuðum þeim inn á milli."

„Þeir komu mjög öflugir hérna inn í fyrri hálfleik og sköpuðu urlsa í byrjun en mér fannst bæði lið bera keim af því í seinni hálfleik að vera þreytt eftir bikarleikina og því miður datt þetta þeirra meginn í lokinn."


Njarðvíkingar hafa ekki verið að skora mikið í upphafi móts en eru það ekki áhyggjuefni?
„Við nátturlega skoruðum heldur ekki mikið í fyrra en auðvitað þurfum við að fara skora fleirri mörk til þess að vinna leiki og eins og í dag að við fáum option til að skora og option til að vinna og við þurfum að fara einbeita okkur að því að koma boltanum í markið það skiptir miklu máli því á endanum snýst þetta um það að skora mörk og verjast vel og við verjumst vel en við þurfum að fara skora fleirri mörk." 

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er í kvöld og því var tilefni til að spyrjast fyrir um hvern Rafn Markús styðji í þeirri baráttu.
„Hvorugt liðið raunverulega en ætli það sé þá ekki frekar Tottenham."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner