Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
   lau 01. júní 2019 17:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara skora fleiri mörk
watermark Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu Fjölnismenn á Extra vellinum þegar 5.Umferð Inkasso deildar karla hélt áfram í dag.
Eftir markalausan leik framan af náðu Fjölnismenn þó að innsigla sigurinn í lokinn þegar Hans Viktor náði að koma boltanum framhjá Brynjari Atla í marki Njarðvíkur og lokastaðan 1-0 fyrir heimamönnum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Njarðvík

„Einfaldlega bara ánægður með strákana hversu mikið við settum í leikinn, þetta var hörku barátta og við lögðum allt í þetta." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur aðspurður út í fyrstu viðbrögð eftir leik.

„Það er lítið eftir og þá viljum við nátturlega klára stigið og fengum einhverja option-a en þeir voru heilt yfir mun sterkari í fyrrihálfleik en aftur á móti í seinni vorum við þétti og ógnuðum þeim inn á milli."

„Þeir komu mjög öflugir hérna inn í fyrri hálfleik og sköpuðu urlsa í byrjun en mér fannst bæði lið bera keim af því í seinni hálfleik að vera þreytt eftir bikarleikina og því miður datt þetta þeirra meginn í lokinn."


Njarðvíkingar hafa ekki verið að skora mikið í upphafi móts en eru það ekki áhyggjuefni?
„Við nátturlega skoruðum heldur ekki mikið í fyrra en auðvitað þurfum við að fara skora fleirri mörk til þess að vinna leiki og eins og í dag að við fáum option til að skora og option til að vinna og við þurfum að fara einbeita okkur að því að koma boltanum í markið það skiptir miklu máli því á endanum snýst þetta um það að skora mörk og verjast vel og við verjumst vel en við þurfum að fara skora fleirri mörk." 

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er í kvöld og því var tilefni til að spyrjast fyrir um hvern Rafn Markús styðji í þeirri baráttu.
„Hvorugt liðið raunverulega en ætli það sé þá ekki frekar Tottenham."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner