Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 01. júní 2019 17:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara skora fleiri mörk
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu Fjölnismenn á Extra vellinum þegar 5.Umferð Inkasso deildar karla hélt áfram í dag.
Eftir markalausan leik framan af náðu Fjölnismenn þó að innsigla sigurinn í lokinn þegar Hans Viktor náði að koma boltanum framhjá Brynjari Atla í marki Njarðvíkur og lokastaðan 1-0 fyrir heimamönnum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Njarðvík

„Einfaldlega bara ánægður með strákana hversu mikið við settum í leikinn, þetta var hörku barátta og við lögðum allt í þetta." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur aðspurður út í fyrstu viðbrögð eftir leik.

„Það er lítið eftir og þá viljum við nátturlega klára stigið og fengum einhverja option-a en þeir voru heilt yfir mun sterkari í fyrrihálfleik en aftur á móti í seinni vorum við þétti og ógnuðum þeim inn á milli."

„Þeir komu mjög öflugir hérna inn í fyrri hálfleik og sköpuðu urlsa í byrjun en mér fannst bæði lið bera keim af því í seinni hálfleik að vera þreytt eftir bikarleikina og því miður datt þetta þeirra meginn í lokinn."


Njarðvíkingar hafa ekki verið að skora mikið í upphafi móts en eru það ekki áhyggjuefni?
„Við nátturlega skoruðum heldur ekki mikið í fyrra en auðvitað þurfum við að fara skora fleirri mörk til þess að vinna leiki og eins og í dag að við fáum option til að skora og option til að vinna og við þurfum að fara einbeita okkur að því að koma boltanum í markið það skiptir miklu máli því á endanum snýst þetta um það að skora mörk og verjast vel og við verjumst vel en við þurfum að fara skora fleirri mörk." 

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er í kvöld og því var tilefni til að spyrjast fyrir um hvern Rafn Markús styðji í þeirri baráttu.
„Hvorugt liðið raunverulega en ætli það sé þá ekki frekar Tottenham."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner