Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   lau 01. júní 2019 17:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara skora fleiri mörk
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu Fjölnismenn á Extra vellinum þegar 5.Umferð Inkasso deildar karla hélt áfram í dag.
Eftir markalausan leik framan af náðu Fjölnismenn þó að innsigla sigurinn í lokinn þegar Hans Viktor náði að koma boltanum framhjá Brynjari Atla í marki Njarðvíkur og lokastaðan 1-0 fyrir heimamönnum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Njarðvík

„Einfaldlega bara ánægður með strákana hversu mikið við settum í leikinn, þetta var hörku barátta og við lögðum allt í þetta." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur aðspurður út í fyrstu viðbrögð eftir leik.

„Það er lítið eftir og þá viljum við nátturlega klára stigið og fengum einhverja option-a en þeir voru heilt yfir mun sterkari í fyrrihálfleik en aftur á móti í seinni vorum við þétti og ógnuðum þeim inn á milli."

„Þeir komu mjög öflugir hérna inn í fyrri hálfleik og sköpuðu urlsa í byrjun en mér fannst bæði lið bera keim af því í seinni hálfleik að vera þreytt eftir bikarleikina og því miður datt þetta þeirra meginn í lokinn."


Njarðvíkingar hafa ekki verið að skora mikið í upphafi móts en eru það ekki áhyggjuefni?
„Við nátturlega skoruðum heldur ekki mikið í fyrra en auðvitað þurfum við að fara skora fleirri mörk til þess að vinna leiki og eins og í dag að við fáum option til að skora og option til að vinna og við þurfum að fara einbeita okkur að því að koma boltanum í markið það skiptir miklu máli því á endanum snýst þetta um það að skora mörk og verjast vel og við verjumst vel en við þurfum að fara skora fleirri mörk." 

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er í kvöld og því var tilefni til að spyrjast fyrir um hvern Rafn Markús styðji í þeirri baráttu.
„Hvorugt liðið raunverulega en ætli það sé þá ekki frekar Tottenham."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir