Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Saul byrjaður að elta Man Utd á Instagram
Mynd: Getty Images
Saúl Niguez, miðjumaður Atletico Madrid, hefur verið eftirsóttur af Manchester United í nokkur ár. Hann er gríðarlega öflugur leikmaður og hefur spilað 286 leiki fyrir Atletico þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall.

Í gær birti Saúl færslu á Twitter þar sem hann sagðist ætla að tilkynna nýtt félag eftir 3 daga. Í dag birti hann svo samskonar færslu en dagarnir orðnir tveir.

Einhverjir hafa verið að velta þessum færslum Saul fyrir sér en tímasetningin passar fullkomlega við hegðun hans á Instagram, þar sem hann er byrjaður að elta Paul Pogba, David Beckham, Juan Mata og Manchester United.

Einhverjir stuðningsmenn Man Utd virðast vera spenntir fyrir skiptunum en fjölmiðlar eru flestir sammála um að hér sé um auglýsingabrellu að ræða - Saúl sé ekki að skipta um félag.

Saúl er samningsbundinn Atletico til 2026 og hljóðar söluákvæðið í samningi hans uppá 140 milljónir evra.

Sjá einnig:
Saul: Nýtt félag eftir þrjá daga


Athugasemdir
banner
banner
banner