Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valencia gagnrýnir þjálfara Atalanta
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta.
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta.
Mynd: Getty Images
Spænska úrvalsdeildarfélagið Valencia er ekki sátt með Gian Piero Gasperini, þjálfara Atalanta, eftir að hann viðurkenndi að hafa verið með kórónuveirueinkenni þegar hann mætti á Mestalla í mars.

Atalanta sló Valencia úr leik í Meistaradeildinni í mars eftir samanlagðan 8-4 sigur. Atalanta vann 4-3 á tómum Mestalla á Spáni þann tíunda mars. Það var stuttu áður en hlé var gert á fótbolta víða um heim vegna kórónuveirunnar.

Í viðtali við La Gazzetta dello Sport segir Gasperini að hann hafi verið veikur og hræddur fyrir leikinn, en samt mætti hann á hann og stýrði sínu liði til sigurs. „Veikindin byrjuðu daginn fyrir leikinn í Valencia og versnuðu yfir daginn. Ef þið lítið á myndir af leiknum þá leit ég ekki vel út á bekknum," sagði Gasperini sem var með kórónuveiruna.

Valencia hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem Gasperini hefur opinberað.

„Það kemur okkur hjá Valencia á óvart að þjálfari andstæðinga okkar í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar viðurkennir að bæði daginn áður og daginn sem leikurinn var spilaður hafi hann verið með einkenni sem svipa til kórónuveirunnar án þess að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana. Með því setti hann fjölmarga í hættu."

Bæði ítalska úrvalsdeildin og spænska úrvalsdeildin eiga að hefjast aftur í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner