Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 01. júní 2023 22:30
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Fáum á okkur of mörg klaufaleg mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var boðið upp á mikla skemmtun í Árbænum í kvöld þegar Fylkir og KR gerðu 3-3 jafntefli. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  3 KR

„Þetta var bráðskemmtilegur fótboltaleikur, kannski sanngjarnt jafntefli ég veit það ekki. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel og enduðum hann ekki heldur nægilega vel," sagði Rúnar.

Fylkismenn vildu fá hendi á Theodór Elmar í jöfnunarmarkinu en hann sagði í viðtali eftir leik að boltinn hefði bara farið í andlitið á sér.

„Ég hef ekki séð þetta en talaði við fólk, Gummi Ben segir að þetta sé 95 eða 98% hendi. Ég veit ekki hvort Emmi sé að ljúga að okkur eða segja satt."

Fylkir er án ósigurs í fjórum síðustu leikjum en Rúnar er ósáttur við mörkin sem liðið er að fá á sig.

„Við erum að fá á okkur full klaufaleg mörk, ég er ekki alveg sáttur við það. Við erum að fá á okkur of mörg klaufaleg mörk miðað við hvað við reynum að spila góða vörn. Við þurfum að fækka mistökum."

Emil Ásmundsson fór af velli eftir höfuðhögg og Orri Sveinn Stefánsson fór meiddur útaf í seinni háfleik. Meiðslalisti Fylkis er orðinn ansi langur.

„Það er alltof mikið af skakkaföllum. Þeir verða líklega hvorugir með í næsta leik en vonandi fáum við Elís og Óla Kalla inn, það ræðst á næstu dögum," segir Rúnar Páll.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner