Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutann
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
   sun 01. september 2019 19:01
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Kári og Óttar púslin sem vantaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gat verið sáttur við sína stráka eftir 3-1 sigur á HK í Kórnum í kvöld.

"Ég er hrikalega ánægður, HK er búið að búa til mikið vígi hérna í sumar og við áttum mjög flottan leik.  Þegar við spilum svona þá er erfitt að eiga við okkur.

Við tókum þennan leik mjög alvarlega og uppskárum eftir því, þetta var fagmannlega frammistaða hjá okkur."

HK náðu að jafna í seinni hálfleik en þá hrukku Víkingar aftur í gang og sigldu leiknum heim.

"Þetta var bara það gamla klassíska, þú ferð í hálfleik gríðarlega ánægður með fyrri hálfleik og ert smá sofandi með það en þeir vilja gera betur og koma ákveðnir til leiks og jafna en það vakti okkur þá.  Eftir að við skorum þessi tvö mörk þá bara siglum við leiknum heim."

Arnar lagði leikinn upp á nýstárlegan taktískan hátt.

"Við komum þeim á óvart með 3-5-2 kerfinu held ég, þetta er ekki körfuboltaleikur sem þú getur tekið hlé til að bregðast við.  Við náðum í fyrri að þreyta þá sem skilaði svo sér í seinni.  Ég er að spila með tígulmiðju og wingbackarnir mínir fara hátt.  Þegar þú ert með þrjá svona góða hafsenta sem kóvera svæði eins og fjórir hafa gert getur þú farið ofar á völlinn.

Við höfum ekki horft niður í fallbaráttuna þó ég vilji ekki vera hrokafullur.  Það hefur vantað eitt til tvö púsl í púsluspilið og nú er ég komin með þau í Kára og Óttari.  Ungu strákarnir sem hafa svo verið að spila í sumar hafa þroskast og eru tilbúnir að spila fótbolta í hörkuliði!"


Næsta verkefni Víkinga er stórt, sjálfur bikarúrslitaleikurinn eftir 13 daga.

"Maður vill helst hafa næsta leik bara fljótt þegar maður er á svona rönni en á móti geta menn nú sleikt sárin og komið tilbúnir.  Það er óvanaleg staða hjá Víkingi núna, fimm menn á leið í landsliðsverkefni sem er frábært fyrir liðið en það þýðir bara að menn verða vera fókuseraðir fyrir þennan leik sem verður sá stærsti hingað til fyrir marga leikmenn."

Stemmingin í klúbbnum - hvernig á að lýsa henni.

"Þú sérð það í dag að það er fjölmenni sem fylgir okkur, það hefur verið fjölmenni á heimaleikjum og stemming sem er að myndast eftir Blikaleikinn.  Hún mun fleyta okkur langt í úrslitaleiknum.

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.


Athugasemdir
banner