Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   sun 01. september 2024 19:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar pirraður á dómaranum: Á ekki að þurfa að velta mér í þrjá hringi
Viðar Örn
Viðar Örn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ingi dæmdi leikinn í dag.
Jóhann Ingi dæmdi leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson átti hörkugóðan leik þegar KA mætti Breiðabliki á heimavelli í dag. Viðar skoraði bæði mörk KA í ansi svekkjandi tapi en í stöðunni 2-2 átti sér stað stórt atvik.

Viðar fór niður í vítateig Breiðabliks og vildi fá vítaspyrnu. KA menn voru alls ekki sáttir að ekkert var dæmt og hinu megin skoraði Breiðablik sigurmarkið skömmu síðar.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Breiðablik

„Já, ég átti að fá vítaspyrnu. Ég snerti boltann á undan honum og hann sparkar undir löppina á mér, það er ekki flókið. Ég hefði átt að sýna betur að ég meiddi mig. Ég á ekki að þurfa að velta mér í einhverja þrjá hringi. Hann sparkar undir löppina á mér og ég snerti boltann á undan. Það er vítaspyrna," segir Viðar.

„Ég kommenta ekki mikið á dómara, hann er örugglega mjög fínn dómari, en það verður að vera hægt að tala við dómara án þess að manni sé ítrekað hótað gulu spjaldi. Mér fannst allt 50/50 detta með þeim í dag, í leik sem var skemmtilegur, það voru ekki mörg stór atriði - en allt fór með þeim. Ef hann horfir aftur á leikinn þá er ansi margt sem má skoða betur. Ég hef aldrei sagt að dómgæslan hafi hallað á okkur, en í dag fannst mér þetta eitthvað MJÖG skrítið, ég verð að segja það og set punktinn á það."

Fréttaritari hélt samt áfram þrátt fyrir punktinn frá Viðari.

„Mér finnst þetta risastórt. Ég dett til baka, en ef ég hefði farið í þrjá hringi og öskrað, þá hefði verið líklegra að fá víti. En þarf maður alltaf að gera það? Skrítið."

„Ég man ekki einu sinni hvað ég sagði, sagði honum að gera betur eða setja sig í stand. Það mátti ekki segja neitt án þess að fá hótun um gult, mér finnst það mjög sérstakt, það er ekki eins og maður hafi verið að segja eitthvað ljótt,"
segir Viðar sem bað um skiptingu í lok leiks vegna meiðsla.

Hann var á því að KA hafi verið miklu betra liðið í dag og að Blikar hefðu örugglega verið sáttir með stigið í dag. Niðurstaðan samt sú að Blikar tóku öll stigin. Taplaus hrina KA er á endan og liðið missti af möguleikanum á því að enda í efri hlutanum þegar deildin skiptist eftir næstu umferð.

Nánar er rætt við Viðar í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner