Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
   sun 01. september 2024 19:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar pirraður á dómaranum: Á ekki að þurfa að velta mér í þrjá hringi
Viðar Örn
Viðar Örn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ingi dæmdi leikinn í dag.
Jóhann Ingi dæmdi leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson átti hörkugóðan leik þegar KA mætti Breiðabliki á heimavelli í dag. Viðar skoraði bæði mörk KA í ansi svekkjandi tapi en í stöðunni 2-2 átti sér stað stórt atvik.

Viðar fór niður í vítateig Breiðabliks og vildi fá vítaspyrnu. KA menn voru alls ekki sáttir að ekkert var dæmt og hinu megin skoraði Breiðablik sigurmarkið skömmu síðar.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Breiðablik

„Já, ég átti að fá vítaspyrnu. Ég snerti boltann á undan honum og hann sparkar undir löppina á mér, það er ekki flókið. Ég hefði átt að sýna betur að ég meiddi mig. Ég á ekki að þurfa að velta mér í einhverja þrjá hringi. Hann sparkar undir löppina á mér og ég snerti boltann á undan. Það er vítaspyrna," segir Viðar.

„Ég kommenta ekki mikið á dómara, hann er örugglega mjög fínn dómari, en það verður að vera hægt að tala við dómara án þess að manni sé ítrekað hótað gulu spjaldi. Mér fannst allt 50/50 detta með þeim í dag, í leik sem var skemmtilegur, það voru ekki mörg stór atriði - en allt fór með þeim. Ef hann horfir aftur á leikinn þá er ansi margt sem má skoða betur. Ég hef aldrei sagt að dómgæslan hafi hallað á okkur, en í dag fannst mér þetta eitthvað MJÖG skrítið, ég verð að segja það og set punktinn á það."

Fréttaritari hélt samt áfram þrátt fyrir punktinn frá Viðari.

„Mér finnst þetta risastórt. Ég dett til baka, en ef ég hefði farið í þrjá hringi og öskrað, þá hefði verið líklegra að fá víti. En þarf maður alltaf að gera það? Skrítið."

„Ég man ekki einu sinni hvað ég sagði, sagði honum að gera betur eða setja sig í stand. Það mátti ekki segja neitt án þess að fá hótun um gult, mér finnst það mjög sérstakt, það er ekki eins og maður hafi verið að segja eitthvað ljótt,"
segir Viðar sem bað um skiptingu í lok leiks vegna meiðsla.

Hann var á því að KA hafi verið miklu betra liðið í dag og að Blikar hefðu örugglega verið sáttir með stigið í dag. Niðurstaðan samt sú að Blikar tóku öll stigin. Taplaus hrina KA er á endan og liðið missti af möguleikanum á því að enda í efri hlutanum þegar deildin skiptist eftir næstu umferð.

Nánar er rætt við Viðar í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner