Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 01. september 2024 19:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar pirraður á dómaranum: Á ekki að þurfa að velta mér í þrjá hringi
Viðar Örn
Viðar Örn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ingi dæmdi leikinn í dag.
Jóhann Ingi dæmdi leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson átti hörkugóðan leik þegar KA mætti Breiðabliki á heimavelli í dag. Viðar skoraði bæði mörk KA í ansi svekkjandi tapi en í stöðunni 2-2 átti sér stað stórt atvik.

Viðar fór niður í vítateig Breiðabliks og vildi fá vítaspyrnu. KA menn voru alls ekki sáttir að ekkert var dæmt og hinu megin skoraði Breiðablik sigurmarkið skömmu síðar.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Breiðablik

„Já, ég átti að fá vítaspyrnu. Ég snerti boltann á undan honum og hann sparkar undir löppina á mér, það er ekki flókið. Ég hefði átt að sýna betur að ég meiddi mig. Ég á ekki að þurfa að velta mér í einhverja þrjá hringi. Hann sparkar undir löppina á mér og ég snerti boltann á undan. Það er vítaspyrna," segir Viðar.

„Ég kommenta ekki mikið á dómara, hann er örugglega mjög fínn dómari, en það verður að vera hægt að tala við dómara án þess að manni sé ítrekað hótað gulu spjaldi. Mér fannst allt 50/50 detta með þeim í dag, í leik sem var skemmtilegur, það voru ekki mörg stór atriði - en allt fór með þeim. Ef hann horfir aftur á leikinn þá er ansi margt sem má skoða betur. Ég hef aldrei sagt að dómgæslan hafi hallað á okkur, en í dag fannst mér þetta eitthvað MJÖG skrítið, ég verð að segja það og set punktinn á það."

Fréttaritari hélt samt áfram þrátt fyrir punktinn frá Viðari.

„Mér finnst þetta risastórt. Ég dett til baka, en ef ég hefði farið í þrjá hringi og öskrað, þá hefði verið líklegra að fá víti. En þarf maður alltaf að gera það? Skrítið."

„Ég man ekki einu sinni hvað ég sagði, sagði honum að gera betur eða setja sig í stand. Það mátti ekki segja neitt án þess að fá hótun um gult, mér finnst það mjög sérstakt, það er ekki eins og maður hafi verið að segja eitthvað ljótt,"
segir Viðar sem bað um skiptingu í lok leiks vegna meiðsla.

Hann var á því að KA hafi verið miklu betra liðið í dag og að Blikar hefðu örugglega verið sáttir með stigið í dag. Niðurstaðan samt sú að Blikar tóku öll stigin. Taplaus hrina KA er á endan og liðið missti af möguleikanum á því að enda í efri hlutanum þegar deildin skiptist eftir næstu umferð.

Nánar er rætt við Viðar í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner