Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   lau 01. október 2016 17:30
Fótbolti.net
Efnilegastur 2016: Ekki alveg í mínum höndum
Böðvar Böðvarsson (FH)
Böðvar og Arnar Daði Arnarsson í verðlaunaafhendingunni.
Böðvar og Arnar Daði Arnarsson í verðlaunaafhendingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Það eru margir góðir ungir leikmenn í deildinni og ég er þakklátur fyrir að vera valinn," sagði Böðvar Böðvarsson, vinstri bakvörður FH, eftir að hann fékk verðlaun fyrir að vera efnilegasti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni árið 2016 hjá Fótbolta.net.

„Mér fannst ég spila mjög varnarlega á köflum. Ég hefði viljað gera aðeins meira sóknarlega en ég er sáttur."

Böðvar fór fyrr á árinu til danska liðsins Midtjylland á láni og hann segist hafa grætt á þeirri heimsókn.

„Ég fékk að æfa á töluvert hærra tempói hjá mjög góðu atvinnumannaliði og kynnast þessu. Ég náði að nýta mér það í sumar," sagði Böðvar en verður hann áfram hjá FH eða fer hann út í atvinnumennsku eftir tímabilið?

„Það er ekki alveg í mínum höndum. Ég á tvo landsleiki framundan með U21 og ætla að standa mig vel í þeim. Ef það gengur þá sjáum við hvað gerist."

Í sumar birtist mynd á netinu af Böðvari þar sem hann var í treyju Hauka á Þjóðhátíð. Hefur hann taugar til Hauka? „Ég hef bara miklar taugar til Hafnarfjarðar," sagði Böðvar og hló.

Smelltu hér til að hlusta á lengra viðtal við Böðvar úr útvarpsþætti Fótbolta.net (24.09.16)

Sjá einnig:
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir
banner
banner