Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Haddi: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Aron Þórður: Við gáfum þeim tvö auðveld mörk
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Eggert: Ef við spilum svona mun okkur ganga vel
banner
   lau 01. október 2016 17:30
Fótbolti.net
Efnilegastur 2016: Ekki alveg í mínum höndum
Böðvar Böðvarsson (FH)
watermark Böðvar og Arnar Daði Arnarsson í verðlaunaafhendingunni.
Böðvar og Arnar Daði Arnarsson í verðlaunaafhendingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Það eru margir góðir ungir leikmenn í deildinni og ég er þakklátur fyrir að vera valinn," sagði Böðvar Böðvarsson, vinstri bakvörður FH, eftir að hann fékk verðlaun fyrir að vera efnilegasti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni árið 2016 hjá Fótbolta.net.

„Mér fannst ég spila mjög varnarlega á köflum. Ég hefði viljað gera aðeins meira sóknarlega en ég er sáttur."

Böðvar fór fyrr á árinu til danska liðsins Midtjylland á láni og hann segist hafa grætt á þeirri heimsókn.

„Ég fékk að æfa á töluvert hærra tempói hjá mjög góðu atvinnumannaliði og kynnast þessu. Ég náði að nýta mér það í sumar," sagði Böðvar en verður hann áfram hjá FH eða fer hann út í atvinnumennsku eftir tímabilið?

„Það er ekki alveg í mínum höndum. Ég á tvo landsleiki framundan með U21 og ætla að standa mig vel í þeim. Ef það gengur þá sjáum við hvað gerist."

Í sumar birtist mynd á netinu af Böðvari þar sem hann var í treyju Hauka á Þjóðhátíð. Hefur hann taugar til Hauka? „Ég hef bara miklar taugar til Hafnarfjarðar," sagði Böðvar og hló.

Smelltu hér til að hlusta á lengra viðtal við Böðvar úr útvarpsþætti Fótbolta.net (24.09.16)

Sjá einnig:
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir
banner