Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   lau 01. október 2016 17:30
Fótbolti.net
Efnilegastur 2016: Ekki alveg í mínum höndum
Böðvar Böðvarsson (FH)
Böðvar og Arnar Daði Arnarsson í verðlaunaafhendingunni.
Böðvar og Arnar Daði Arnarsson í verðlaunaafhendingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Það eru margir góðir ungir leikmenn í deildinni og ég er þakklátur fyrir að vera valinn," sagði Böðvar Böðvarsson, vinstri bakvörður FH, eftir að hann fékk verðlaun fyrir að vera efnilegasti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni árið 2016 hjá Fótbolta.net.

„Mér fannst ég spila mjög varnarlega á köflum. Ég hefði viljað gera aðeins meira sóknarlega en ég er sáttur."

Böðvar fór fyrr á árinu til danska liðsins Midtjylland á láni og hann segist hafa grætt á þeirri heimsókn.

„Ég fékk að æfa á töluvert hærra tempói hjá mjög góðu atvinnumannaliði og kynnast þessu. Ég náði að nýta mér það í sumar," sagði Böðvar en verður hann áfram hjá FH eða fer hann út í atvinnumennsku eftir tímabilið?

„Það er ekki alveg í mínum höndum. Ég á tvo landsleiki framundan með U21 og ætla að standa mig vel í þeim. Ef það gengur þá sjáum við hvað gerist."

Í sumar birtist mynd á netinu af Böðvari þar sem hann var í treyju Hauka á Þjóðhátíð. Hefur hann taugar til Hauka? „Ég hef bara miklar taugar til Hafnarfjarðar," sagði Böðvar og hló.

Smelltu hér til að hlusta á lengra viðtal við Böðvar úr útvarpsþætti Fótbolta.net (24.09.16)

Sjá einnig:
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir