Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 01. október 2016 17:30
Fótbolti.net
Efnilegastur 2016: Ekki alveg í mínum höndum
Böðvar Böðvarsson (FH)
Böðvar og Arnar Daði Arnarsson í verðlaunaafhendingunni.
Böðvar og Arnar Daði Arnarsson í verðlaunaafhendingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Það eru margir góðir ungir leikmenn í deildinni og ég er þakklátur fyrir að vera valinn," sagði Böðvar Böðvarsson, vinstri bakvörður FH, eftir að hann fékk verðlaun fyrir að vera efnilegasti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni árið 2016 hjá Fótbolta.net.

„Mér fannst ég spila mjög varnarlega á köflum. Ég hefði viljað gera aðeins meira sóknarlega en ég er sáttur."

Böðvar fór fyrr á árinu til danska liðsins Midtjylland á láni og hann segist hafa grætt á þeirri heimsókn.

„Ég fékk að æfa á töluvert hærra tempói hjá mjög góðu atvinnumannaliði og kynnast þessu. Ég náði að nýta mér það í sumar," sagði Böðvar en verður hann áfram hjá FH eða fer hann út í atvinnumennsku eftir tímabilið?

„Það er ekki alveg í mínum höndum. Ég á tvo landsleiki framundan með U21 og ætla að standa mig vel í þeim. Ef það gengur þá sjáum við hvað gerist."

Í sumar birtist mynd á netinu af Böðvari þar sem hann var í treyju Hauka á Þjóðhátíð. Hefur hann taugar til Hauka? „Ég hef bara miklar taugar til Hafnarfjarðar," sagði Böðvar og hló.

Smelltu hér til að hlusta á lengra viðtal við Böðvar úr útvarpsþætti Fótbolta.net (24.09.16)

Sjá einnig:
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir