
„Mér finnst nú asnalegt að kalla þetta skjöld en allt í lagi, ég er ekki að skipta mér af því," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, léttur eftir jafntefli gegn Selfossi í lokaumferð Bestu deildarinnar á þessum laugardegi.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Selfoss
Valur varð í dag fyrsta liðið til að lyfta nýjum skildi (bikar) sem félög fá fyrir að vinna Bestu deildina.
„Það er æðislegt að vera fyrsta liðið til að gera það og ég er rosalega stoltur af þessu Valsliði."
„Mér fannst þessi leikur bara í fínu lagi miðað við aðstæður. Við náðum ekki einu sinni æfingu daginn fyrir leik. Við vorum í flugi fyrir nokkrum klukkutímum síðan. Miðað við fannst mér þetta allt í lagi," sagði Pétur en Valur spilaði mikilvægan Evrópuleik í Tékklandi fyrr í þessari viku.
Hvað tekur við núna?
„Er það ekki bara gleði í kvöld og hafa gaman?" sagði Pétur en hann er með samning við Val áfram.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir