Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   sun 01. október 2023 20:38
Kári Snorrason
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennan magnast í neðri hluta Bestu-deildarinnar fyrir lokaumferðina. Í dag mættust ÍBV og HK og vann þar ÍBV sterkan 1-0 sigur. Eina mark leiksins skoraði Eiður Aron úr afar umdeildri vítaspyrnu. Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 ÍBV

„Þetta var ógeðslega svekkjandi, ömurlegt að þurfa að fá á sig mark í fyrri hálfleik eins og atburðarásin í því atviki var."

Ómar var vægast sagt ekki sáttur með Vilhjálm Alvar

„Fyrst er ég ekki sáttur með það hvernig við verjumst gagnhvart því hvernig þeir komist í þessa stöðu. Svo er ég virkilega ósáttur með að það hafi dæmt víti. Ég get ekki séð annað og get ekki heyrt annað í kring um mig annað en það að þetta hafi verið rangur dómur.
Það er mjög stutt síðan að hann dæmdi víti á okkur þegar að Faqa brýtur af sér fyrir utan teig.
Hann (Vilhjálmur Alvar) byrjar heimsókn sína í Kórnum á að biðjast afsökunar á því. Svo ef það er rétt að þetta var ekki víti, þá dugar engar afsökunarbeiðni frá þeim þegar það er svona mikið undir og svona stór móment sem ráða úrslitum."


HK er í fallhættu fyrir lokaumferðina

„Við erum búnir að vera í óþægilegri stöðu síðan að við töpuðum fyrir Keflavík úti. Það breytist ekkert mikið, við komum okkur í óþægilega stöðu í síðustu leikjum og erum í henni áfram og höfum ekki náð að koma okkur úr henni."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner