Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 01. október 2023 20:38
Kári Snorrason
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennan magnast í neðri hluta Bestu-deildarinnar fyrir lokaumferðina. Í dag mættust ÍBV og HK og vann þar ÍBV sterkan 1-0 sigur. Eina mark leiksins skoraði Eiður Aron úr afar umdeildri vítaspyrnu. Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 ÍBV

„Þetta var ógeðslega svekkjandi, ömurlegt að þurfa að fá á sig mark í fyrri hálfleik eins og atburðarásin í því atviki var."

Ómar var vægast sagt ekki sáttur með Vilhjálm Alvar

„Fyrst er ég ekki sáttur með það hvernig við verjumst gagnhvart því hvernig þeir komist í þessa stöðu. Svo er ég virkilega ósáttur með að það hafi dæmt víti. Ég get ekki séð annað og get ekki heyrt annað í kring um mig annað en það að þetta hafi verið rangur dómur.
Það er mjög stutt síðan að hann dæmdi víti á okkur þegar að Faqa brýtur af sér fyrir utan teig.
Hann (Vilhjálmur Alvar) byrjar heimsókn sína í Kórnum á að biðjast afsökunar á því. Svo ef það er rétt að þetta var ekki víti, þá dugar engar afsökunarbeiðni frá þeim þegar það er svona mikið undir og svona stór móment sem ráða úrslitum."


HK er í fallhættu fyrir lokaumferðina

„Við erum búnir að vera í óþægilegri stöðu síðan að við töpuðum fyrir Keflavík úti. Það breytist ekkert mikið, við komum okkur í óþægilega stöðu í síðustu leikjum og erum í henni áfram og höfum ekki náð að koma okkur úr henni."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner