Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
banner
   sun 01. október 2023 20:38
Kári Snorrason
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennan magnast í neðri hluta Bestu-deildarinnar fyrir lokaumferðina. Í dag mættust ÍBV og HK og vann þar ÍBV sterkan 1-0 sigur. Eina mark leiksins skoraði Eiður Aron úr afar umdeildri vítaspyrnu. Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 ÍBV

„Þetta var ógeðslega svekkjandi, ömurlegt að þurfa að fá á sig mark í fyrri hálfleik eins og atburðarásin í því atviki var."

Ómar var vægast sagt ekki sáttur með Vilhjálm Alvar

„Fyrst er ég ekki sáttur með það hvernig við verjumst gagnhvart því hvernig þeir komist í þessa stöðu. Svo er ég virkilega ósáttur með að það hafi dæmt víti. Ég get ekki séð annað og get ekki heyrt annað í kring um mig annað en það að þetta hafi verið rangur dómur.
Það er mjög stutt síðan að hann dæmdi víti á okkur þegar að Faqa brýtur af sér fyrir utan teig.
Hann (Vilhjálmur Alvar) byrjar heimsókn sína í Kórnum á að biðjast afsökunar á því. Svo ef það er rétt að þetta var ekki víti, þá dugar engar afsökunarbeiðni frá þeim þegar það er svona mikið undir og svona stór móment sem ráða úrslitum."


HK er í fallhættu fyrir lokaumferðina

„Við erum búnir að vera í óþægilegri stöðu síðan að við töpuðum fyrir Keflavík úti. Það breytist ekkert mikið, við komum okkur í óþægilega stöðu í síðustu leikjum og erum í henni áfram og höfum ekki náð að koma okkur úr henni."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 12 5 10 42 - 45 -3 41
2.    Fylkir 27 7 8 12 43 - 55 -12 29
3.    HK 27 6 9 12 41 - 55 -14 27
4.    Fram 27 7 6 14 40 - 56 -16 27
5.    ÍBV 27 6 7 14 31 - 50 -19 25
6.    Keflavík 27 2 10 15 27 - 54 -27 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner