Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 01. október 2023 17:13
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Cooper ósáttur með dómgæsluna í Nottingham
Mynd: EPA
Það virðast allir aðilar vera ósáttir eftir 1-1 jafntefli Nottingham Forest gegn Brentford í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Steve Cooper, stjóri Forest, er ósáttur með rauða spjaldið sem Moussa Niakhate fékk snemma í síðari hálfleik á meðan Thomas Frank hjá Brentford er æfur yfir því að hafa ekki fengið dæmda vítaspyrnu.

„Við viljum öll vera með dómara á sem hæsta gæðastigi í ensku úrvalsdeildinni, en þeir eru að ganga í gegnum erfiðan kafla þessa stundina. Þeir hafa verið gagnrýndir mikið að undanförnu og þurftu á góðri frammistöðu að halda í dag. Því miður var það ekki raunin og þeir hafa bara vakið upp fleiri spurningar með ákvörðunum sínum," sagði Cooper, fúll eftir jafnteflið.

„Að mínu mati var þetta ekki seinna gult spjald. Ég var pirraður út í hann (Moussa Niakhate) þegar hann fékk fyrra gula spjaldið en það seinna er tilgangslaust og skemmir leikinn." hélt Cooper áfram en atvikið má sjá með að smella hér.

Cooper var einnig spurður út í vítaspyrnurnar sem Brentford vildi fá í leiknum og sagðist ekki skilja hvenær á að dæma hendi innan vítateigs og hvenær ekki.

„Ef ein eða tvær ákvarðanir féllu með okkur þá tökum við því. Ég sá ekki umrædd atvik, en þó ég hefði séð þau þá gæti ég ekki tjáð mig því ég veit ekki lengur hvað felur í sér hendi innan vítateigs. Ég hef ekki hugmynd um hvenær á að dæma hendi og hvenær ekki, það er búið að vera ótrúlegt ósamræmi í dómgæslunni. Dómarar þurfa að útskýra almennilega hvað er hendi innan vítateigs og hvað ekki .

„Við viljum öll að dómurum gangi vel. Pabbi minn var dómari, ég skil hvað þetta snýst um. Við viljum að dómarar séu rólegir og yfirvegaðir. Þeir eru að ganga í gegnum erfiðan kafla núna og við þurfum að hjálpa þeim, en þeir þurfa líka að hjálpa sér sjálfir."


Forest er með átta stig eftir sjö fyrstu umferðir tímabilsins. Brentford er með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner