Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny er mættur til Barcelona en hann mun koma til með að berjast um markvarðarstöðuna við Inaki Pena í fjarveru Marc Andre ter Stegen.
Fabrizio Romano greindi frá því að hann væri búinn að gangast undir læknisskoðun en félagið hefur ekki staðfest félagaskiptin.
Hann er hins vegar mættur á Ólympíuleikvanginn í Barcelona að fylgjast með leik liðsins gegn Young Boys í Meistaradeildinni.
Þessi 34 ára gamli markvörður var búinn að setja hanskana á hilluna en ákvað að rífa þá aftur af hillunni þegar Barcelona hafði samband.
???????????????? Wojciech Szczesny, at the stadium for the first time as Barça player. pic.twitter.com/MGqh4gbXgN
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 1, 2024
Athugasemdir