Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
banner
   þri 01. október 2024 19:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Szczesny mættur til Barcelona
Mynd: EPA

Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny er mættur til Barcelona en hann mun koma til með að berjast um markvarðarstöðuna við Inaki Pena í fjarveru Marc Andre ter Stegen.


Fabrizio Romano greindi frá því að hann væri búinn að gangast undir læknisskoðun en félagið hefur ekki staðfest félagaskiptin.

Hann er hins vegar mættur á Ólympíuleikvanginn í Barcelona að fylgjast með leik liðsins gegn Young Boys í Meistaradeildinni.

Þessi 34 ára gamli markvörður var búinn að setja hanskana á hilluna en ákvað að rífa þá aftur af hillunni þegar Barcelona hafði samband.



Athugasemdir
banner