Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 16:20
Magnús Már Einarsson
Berglind afgreiddi Ungverja - Sæti á EM í augsýn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ungverjaland 0 - 1 Ísland
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (´64)
Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Ísland lagði Ungverjaland 1-0 á útivelli í dag í lokaleik sínum í undankeppni EM.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Le Havre, skoraði eina markið með þrumuskoti um miðbik síðari hálfleiks. Þrátt fyrir að mörkin hafi ekki verið fleiri var sigur Íslands verðskuldaður.

Íslenska liðið endar þar með í 2. sæti riðilsins með 19 stig í átta leikjum. Þau þrjú lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti í undankeppninni fara beint á EM en önnur lið í 2. sæti fara í umspil.

Ísland er í mjög góðri stöðu í þessari baráttu og líklegt er að þessi árangur dugi til að fara beint á EM í Englandi árið 2022. Hins vegar þarf að bíða eftir úrslitum í leikjum í kvöld eða jafnvel í leikjum í febrúar áður en hægt verður að setja (Staðfest) á EM sætið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner