Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 08:30
Victor Pálsson
Ederson segist vera besta vítaskyttan
Mynd: Getty Images
Ederson, markvörður Manchester City, segist vera besta vítaskyttan hjá félaginu en hann er talinn ansi góður með boltann.

Ederson fær skiljanlega ekki að taka neinar vítaspyrnur hjá City en fjölmargir hafa gert það að vana sínum að klikka á punktinum hjá félaginu.

Samkvæmt Brassanum þá er hann sá besti á punktinum og æfði vítaspyrnur á yngri árum.

„Ég æfi mig ekki mikið í aukaspyrnum en æfði mig í vítaspyrnum þegar ég spilaði með Riberao. Ég tók einhverjar aukaspyrnur en það tilheyrir fortíðinni," sagði Ederson.

„Ég er besta vítaskyttan í liðinu en er ekki valinn til að taka þær! Það mikilvægasta er að við skorum mörk og vinnum leikinn."
Athugasemdir
banner
banner