Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vestri aðstoðaði Football Manager spilara
Vestri hafnaði í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
Vestri hafnaði í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Nýjasta útgáfan af tölvuleiknum Football Manager er komin út; Football Manager 2021.

Í leiknum setur spilarinn sig í spor knattspyrnustjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.

Football Manager er vinsæll leikur hjá fótboltaáhugamönnum allan heim, en efstu tvær deildir karla á Íslandi eru í leiknum.

Jack Beswick nokkur ákvað að reyna fyrir sér sem þjálfari Vestra í leiknum og hann leitaði til félagsins í von um að fá ráð. Hann fékk þau heldur betur því Vestri svaraði honum á samfélagsmiðlinum Facebook.

Beswick spurði hvaða leikkerfi hann ætti að byrja með og hvaða byrjunarliði hann ætti að stilla upp. Hér að neðan má sjá svar Vestra en því er deilt í Football Manager hóp á Facebook.

Clan jedne fm grupe je poceo sa klubom iz islandske 2.lige te im poslao poruku za savjet.. a oni pokazali klasu i izdiktirali mu cijelu postavu! 😎
Vestri - Knattspyrna

Posted by Football Manager Balkan on Mánudagur, 30. nóvember 2020

Athugasemdir
banner
banner
banner