Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   mið 01. desember 2021 05:55
Atli Arason
England í dag - Baráttan um Bítlaborgina
Everton tekur á móti Liverpool í Guttagarði í stórleik kvöldsins í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Aston Villa tekur á móti Manchester City á sama tíma.

Virgil Van Dijk sleit krossbönd í síðustu heimsókn sinni á Guttagarð eftir tæklingu frá Jordan Pickford og mun það atvik sennilega vera ofarlega í minnum manna í þessari viðureign í kvöld sem hefst klukkan 20:15.

Klukkan 20:15 er einnig viðureign Aston Villa og Manchester City á Villa Park. Manchester City verður sennilega án margra lykilmanna í þessum leik en Pep Guardiola, þjálfari City, hefur lýst yfir neyðarástandi hjá félaginu.

Fjórir leikir fara svo fram klukkan 19:30. Claudio Ranieri, þjálfari Watford, mun taka á móti sínum fyrri lærisveinum í Chelsea sem eru á toppi deildarinnar. West Ham leikur gegn Brighton á London Park. Wolves tekur á móti Burnley og Southampton spilar við Leicester.

Leikir dagsins:
19:30 Watford - Chelsea
19:30 West Ham - Brighton
19:30 Wolves - Burnley
19:30 Southampton - Leicester
20:15 Aston Villa - Man City
20:15 Everton - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner