Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   fös 01. desember 2023 22:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Chair kom inn á og breytti leiknum fyrir QPR
Mynd: Getty Images

Preston NE 0 - 2 QPR
0-1 Paul Smyth ('55 )
0-2 Chris Willock ('87 )


QPR hefur verið í brasi í Championship deildinni á þessari leiktíð en liðið fékk Preston í heimsókn í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Paul Smyth kom QPR yfir eftir undirbúning Ilias Chair sem kom inn á í hálfleik fyrir Jack Colback.

Chair var aftur á ferðinni undir lok leiksins þegar hann lagði upp annað mark leiksins sem Chris Willock skoraði og tryggði um leið QPR sigur.

QPR er í 22. sæti með 16 stig, fjórum stigum á undan Rotherham eftir sigurinn í kvöld en Preston er í 8. sæti með 28 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner