Í dag voru birt drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum á næsta ári. Stjarnan vann keppnina í kvennaflokki á þessu ári og mun liðið hefja titilvörnina á því að spila gegn Víkingi á útivelli. Með Stjörnukonum í riðli eru einnig Þróttur, Þór/KA og FH.
Tólf lið eru í A-deild Lengjbikars kvenna og er þeim skipt í tvo riðla. Leikin er einföld umferð þar sem tvö efstu lið hvors riðils komast í úrslitakeppni mótsins. Samtals fjögur lið.
Keppni hefst þann 9. febrúar.
Tólf lið eru í A-deild Lengjbikars kvenna og er þeim skipt í tvo riðla. Leikin er einföld umferð þar sem tvö efstu lið hvors riðils komast í úrslitakeppni mótsins. Samtals fjögur lið.
Keppni hefst þann 9. febrúar.
A-deild kvenna:
Riðill 1:
Breiðablik
Fylkir
Keflavík
Selfoss
Tindastóll
Valur
Riðill 2:
FH
ÍBV
Stjarnan
Víkingur
Þór/KA
Þróttur
Á vef KSÍ má sjá leikjadrög og riðlaskiptingu í öllum deildum
Athugasemdir