Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   sun 02. maí 2021 14:59
Victor Pálsson
Ítalía: Inter meistari í fyrsta sinn í 11 ár
Internazionale er ítalskur meistari árið 2021 en þetta varð ljóst eftir 1-1 jafntefli Sassuolo og Atalanta í dag.

Inter hefur spilað glimrandi vel á tímabilinu undir Antonio Conte og er titillinn nú loksins í höfn.

Inter vann 1-0 sigur á Crotone í gær og er nú 13 stigum á undan Atalanta þegar 34 umferðir eru búnar.

Atalanta mistókst að sigra Sassuolo á útivelli en liðið spilaði manni færri alveg frá 23. mínútu fyrri hálfleiks.

Inter var að vinna sinn 19. meistaratitil á Ítalíu en liðið vann þann síðasta fyrir 11 árum eða árið 2010.

Jose Mourinho var þá þjálfari liðsins en hann var nýlega rekinn úr starfi hjá Tottenham.

Til hamingju Inter menn og hér fyrir neðan má svo sjá úrslit og markaskorara úr leikjum dagsins.

Sassuolo 1 - 1 Atalanta
0-1 Robin Gosens ('32 )
1-1 Domenico Berardi ('52 , víti)
1-1 Luis Muriel ('77 , Misnotað víti)
Rautt spjald: ,Pierluigi Gollini, Atalanta ('22)Marlon, Sassuolo ('75)

Napoli 1 - 1 Cagliari
1-0 Victor Osimhen ('13 )
1-1 Nahitan Nandez ('90 )

Bologna 3 - 3 Fiorentina
0-1 Dusan Vlahovic ('22 , víti)
1-1 Rodrigo Palacio ('31 )
1-2 Giacomo Bonaventura ('64 )
2-2 Rodrigo Palacio ('71 )
2-3 Dusan Vlahovic ('73 )
3-3 Rodrigo Palacio ('84 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner