Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. maí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mjög fá félög þar sem allir aðilar hugsuðu að þetta væri sniðugt"
Lengjudeildin
Gary spilar með Selfossi í sumar.
Gary spilar með Selfossi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary var rekinn frá ÍBV.
Gary var rekinn frá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrvoje Tokic, sóknarmaður Selfoss.
Hrvoje Tokic, sóknarmaður Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Gary Martin er genginn í raðir Selfyssinga í Lengjudeildinni. Selfoss er nýliði í deildinni.

Samningi Martin við ÍBV var rift í vikunni í kjölfar agabrots en liðsfélagi hans kærði hann fyrir að dreifa nektarmynd af sér.

Hann mun spilar með Selfossi í sumar en rætt var um félagaskiptin í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Það eina sem við vitum er það sem Gary Martin hefur sjálfur sagt frá. Félagið og leikmenn félagsins hafa ekki viljað gefa mikið upp. Svo er spurningin; heildarsagan. Það er enginn að láta Gary Martin fara af því bara. Þetta er mikið skarð fyrir Vestmannaeyinga rétt fyrir mót. Þetta er frekar 'shaky move' fyrir ÍBV ef málið er ekki stórt þannig að málið hlýtur að vera stórt," sagði Rafn Markús Vilbergsson í útvarpsþættinum.

„Það er verið að kæra og það er ekki verið að kæra af því bara. Maur hefur heyrt sögur um að þetta sé mikið alvarlegri mynd en haldið var og allt það. Maður veit það ekki, það er erfitt að tjá sig eða mynda sér einhverja skoðun á þessu. ÍBV tekur ákvörðun um að rifta samningnum og þeir eru ekki að leika sér að því rétt fyrir mót," sagði Elvar Geir Magnússon.

Félagaskiptin breyta miklu fyrir Selfyssinga sem var spáð tíunda sæti Lengjudeildarinnar áður en Gary kom til félagsins.

„Maður veit ekki alveg hvaða félög fóru alla leið að reyna að fá hann. Ég heyrði að í ýmsum félögum væri þjálfarinn til í það en stjórnin ekki, og öfugt. Það voru mjög fá félög þar sem allir aðilar hugsuðu að þetta væri sniðugt," sagði Elvar Geir.

„Það sem ég heyrði frá Selfossi í síðustu viku var að þeir ætluðu að byggja upp á ungum leikmönnum og það væri enginn á leiðinni. Svo kemur Gary Martin upp. Passar þetta í módelið á Selfossi? Stjórn Selfoss, þjálfarinn og leikmennirnir þurfa að díla við kauða en hann skorar mörkin," sagði Rafn Markús.

„Hann gerir þetta Selfoss lið miklu, miklu athyglisverðara fyrir sumarið," sagði Elvar.

„Mér finnst áhugavert að sjá hvernig hann og (Hrvoje) Tokic vinna saman," sagði Rafn en það verður athyglisvert að sjá hvernig Selfyssingar munu spila þeim tveimur saman.

Svo virðist sem Gary sé búinn að brenna nokkuð margar brýr á Íslandi. Það kom upp ósætti þegar hann var í Val og núna þetta.

„Hann er augljóslega erfiður," sagði Tómas Þór Þórðarson. „Gummi Ben sagði það í Dr Football að þú þyrftir að henda nokkrum prinsippum hjá þér sem þjálfara út um gluggann til að díla við hann. Hann er erfiður. Hann er alltaf á Instagram að fá sér púbb, að vera hress og kátur. Þetta er kannski það versta sem hann hefur gert hingað til, þessi gjörningur. Hann hefur samt ekki enn verið fullur á bílnum að reykspóla á miðjum vellinum með bikarasafnið teipað við bílinn í eftirdragi. Það er enginn þannig skandall."

„Á meðan hann skorar mörg mörk þá mun hann spila hér þangað til hann hættir að skora. Hann hefur ekki gert þvílíkan óskunda, að því sögðu að við vitum ekki alla hina söguna (úr Eyjum). Hann þarf að fara að passa sig. Það er ástæða fyrir því að hann fór úr toppbaráttu niður í Eyjaliðið. Hann sjálfur hótar því að fara, fer ekki og fær svo 'move' í slakara lið í sömu deild. Heldurðu að Gary Martin sé að fara að læra eitthvað núna?"

Með komu Gary Martin er komin pressa á Selfoss að gera góða hluti í Lengjudeildinni í sumar. Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin og opnunarleikurinn krufinn
Athugasemdir
banner
banner
banner