Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 02. maí 2021 22:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Maður var aldrei rólegur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampakátur eftir 0-2 sigur í fyrsta leik Pepsi-Max deildarinnar en KR-ingar siguruðu Breiðablik sannfærandi í kvöld eftir mörk frá Óskari Erni Haukssyni og Kennie Chopart.

„Þetta var erfiður leikur, við byrjuðum ofboðslega vel þegar við náum tveim mörkum snemma og við vorum að pressa þá nokkuð vel en svo taka Blikarnir smá yfir og fara þrýsta okkur aftar og okkur leið vel þar. Við fengum ágætis tækifæri til þess að koma með skyndisóknir og bæta við þriðja markinu en það gekk ekki. Maður var aldrei rólegur hvort sem það var í hálfleik eða seint í síðari hálfleik því eitt mark frá Breiðablik hefði snúið öllu á hvolf en við náðum að sigla þessu heim," sagði Rúnar brattur eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

Óskar Örn, fyrirliði KR, skoraði frábært mark í leiknum og er þetta 18. tímabilið í röð sem hann skorar í efstu deild.

„Já Óskar er bara ótrúlegur leikmaður og hann er búinn að spila nánast alla leiki í allann vetur 90 mínútur og ég hef ekkert gefið honum frí og honum líkar vel við það þannig ég vona bara að hann haldi sér heilum og heldur áfram að gera flotta hluti fyrir okkur. Hann eldist bara eins og gott rauðvín."

KR voru ekki í miklum vandræðum varnarlega með Breiðablik, Rúnar búinn að vinna heimavinnuna vel?

„Við reynum nú að vinna vinnuna okkar vel allir þjálfarar hvort það sé ég eða Óskar, við urðum bara ofan á í dag eins og ég segi við skorum tvö góð mörk snemma í leiknum og eyðileggjum smá taktinn í þeim og tökum smá sjálfstraustið úr þeirra liði."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner