Grímur Ingi er öflugur leikmaður sem er fæddur árið 2003. Hann er uppalinn í Gróttu en hefur einnig spilað með KV og KR í meistaraflokki. Hann sneri aftur í Gróttu fyrir sumarið 2023 og hefur síðan þá leikið mikilvægt hlutverk fyrir liðið.
Grímur Ingi á alls að baki 117 KSÍ-leiki en í þeim hefur hann skorað 23 mörk. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Grímur Ingi á alls að baki 117 KSÍ-leiki en í þeim hefur hann skorað 23 mörk. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Grímur Ingi Jakobsson
Gælunafn: Ég hugsa að ég sé oftast kallaður Grímsi, svo á maður nokkur hér og þar.
Aldur: 21 verðandi 22
Hjúskaparstaða: einhleypur
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum:
Uppáhalds drykkur: Svart Kaffifyrsti Mótsleikur er 2018 á móti Hött Huginn. Það minnistæða úr þeim leik var að leggja upp á besta vin minn Orra Stein.
Uppáhalds matsölustaður: Indian curry house er í miku uppháldi eins og er
Uppáhalds tölvuleikur: Maður er mikið í fortnite þessa daganna
Áttu hlutabréf eða rafmynt: neib
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky blinders er unreal
Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir er mikið í spilun
Uppáhalds hlaðvarp: Ég er ekki mikill hlaðvarpskall en ég hugsa að ef ég kveiki á einhverju væri það doc
Uppáhalds samfélagsmiðill: Ég er of mikið á tiktok
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: .net
Fyndnasti Íslendingurinn: Hrafn Tómasson vinur minn fær mig til að hlægja
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hvænar kemur í ps? Frá Orra vini mínum
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja Aldrei. Boring svar ég veit
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kjartan Kári í lengjunni 22 var unreal
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Erfitt að gera upp á milli þriggja. Óskar Hrafn, Sigurvin Ólafsson og Chris Brazzel
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Guðmundur Tyrfingsson. Rútubílstjórinn er óþolandi
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Frank Lampard 2010-2012
Sætasti sigurinn: 1-0 hark á móti Þór 2023 situr efst í minningunni
Mestu vonbrigðin: Falla í fyrra var súrt.
Uppáhalds lið í enska: Chelsea
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri fallegt að sjá Hrafn Tómasson hjóla úr 107 í 170
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Mér finnst Alexander Rafn í Kr vera mjög efnilegur
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Sigurpáll Sören Ingólfsson er falleg sjón
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Erfitt að gefa einhverri einni þennan titil
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Leo Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Það mátti einu sinni mingla aðeins við dómaranna en núna vilja þeir ekki sjá mann. Þannig ég.myndi breyta því að mega tala aðeins við dómarann.
Uppáhalds staður á Íslandi: Arna Kaffihús
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég hugsa að ég gleymi aldrei þegar við vorum í 4 flokk og Orri Steinn þarf að bregða sér inn í klefa í miðjum leik út af nuddsári í rassinum mætir svo aftur út á völl setur 3 á 5 mín og svo gat hann ekki meir kallinn. Þessu verður seint gleymt.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ég er ekki mikill hjátrúa kall.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég fylgist með körfuboltanum og af til ef það er eitthvað í golfinu. Annars er ég mikið að fylgjast með pílunni.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Predator
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég og stærðfræðin höfum aldrei átt neina samleið.
Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem kemur fljótt í hugann
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég myndi bjóða Orra Stein, Gumma Tyrfings og Kjartani Kára útaf einfaldri ástæðu. Til að finna lausnir til að endurlífga pro clubs liðið okkar í fifa.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Ég hef alltaf gaman að fyrirliðanum okkar Kristófer Melsteð.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: væri til í að sjá Patrik Orra í survivor
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er unreal í eldhúsinu.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ég hugsa að það sé hann Marvin Darri. Lúkkar út fyrir að vera einhver gaur í fókus. Svo er ekki
Hverju laugstu síðast: Ég laug að ykkur að ég væri unreal í eldhúsinu
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: 200 metra hlaup hjá Rúnari
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Hákon Haralds af hverju hann sé svona slappur í fort.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Við þurfum á ykkur að halda í sumar.
Athugasemdir