Fylkir spilaði mjög vel í upphafi leiks í 3-1 tapi þeirra gegn ÍBV í dag. Fylkir pressuðu ÍBV vel í byrjun og voru að spila mjög góðan fótbolta. En eins og fyrr í sumar hafa hlutirnir ekki verið að ganga upp hjá þeim.
,,Við erum okkar mestu óvinir, við byrjun leikinn mjög vel og erum mun betri en þeir og í þeirra fyrstu sókn þá skora þeir og það er lýsandi dæmi um okkar leik og í annnari sókn þeirra fá þeir horn og skora upp úr því og það er rosalega erfitt að vinna leiki þegar þetta er svona göttótt getum við sagt".
,, Þessi tvö fyrstu mörk þau eru af ódýrari gerðinni og þegar þú lendir 2-0 undir á móti ÍBV á þeirra heimavelli er þetta erfitt"
Tryggvi vildi fá vítaspyrnu þegar að Bradley Simmonds virtist brjóta á honum í vítateignum.
,, Þetta var víti og Bradley Simmonds viðurkenndi það sjálfur við mig að þetta væri víti um leið og þetta var búið og svo aftur eftir leik en því miður þá gerði dómarinn mistök eins og við sjálfir."
Tryggvi skoraði eina mark Fylkis á sínum gamla heimavelli.
,,Tilfinningin var ekkert öðruvísi en þegar ég spilaði hérna með ÍBV, ég skoraði en það gaf ekki neitt og við erum í bullinu þrna neðst og ég hefði miklu frekar viljað fá þrjú stigin heldur en að skora þetta mark".
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























