Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers reyndi að fá 14 ára gamlan Coutinho til Chelsea
Coutinho skoraði 54 mörk í 201 leik á fimm árum hjá Liverpool. Hann gerði 12 mörk í 20 leikjum haustið 2017 áður en hann var seldur til Barca í janúar 2018.
Coutinho skoraði 54 mörk í 201 leik á fimm árum hjá Liverpool. Hann gerði 12 mörk í 20 leikjum haustið 2017 áður en hann var seldur til Barca í janúar 2018.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers var yfirmaður akademíunnar hjá Reading þegar Jose Mourinho fékk hann yfir til Chelsea 2004. Tveimur árum síðar fékk hann stöðuhækkun og reyndi að krækja í 14 ára peyja frá Brasilíu sem heitir Philippe Coutinho.

Sú tilraun mistókst þar sem fjölskylda Coutinho var búin að samþykkja tilboð frá Inter. Þegar Rodgers tók við Liverpool sex árum síðar var Coutinho sjöundi leikmaðurinn sem hann keypti.

Liverpool keypti Coutinho í fyrsta janúarglugga Rodgers við stjórnvölinn og kostaði hann ekki nema 10 milljónir evra. Coutinho var hjá Liverpool í fimm ár áður en Barcelona keypti hann fyrir rúmlega 120 milljónir evra.

„Þegar ég tók við sá ég að það vantaði nokkra leikmenn til að fullkomna hópinn. Ég vissi að ég vildi Philippe því ég þekkti hann frá tíma mínum hjá Chelsea. Við reyndum að fá hann þegar hann var 14 ára en tókst ekki því hann var búinn að segja já við Inter," sagði Rodgers.

„Coutinho var 19 ára gamall og við fylgdumst vel með honum. Allt í einu var hann settur á sölu svo við ákváðum að stökkva á tækifærið."

Coutinho hefur ekki fundið taktinn hjá Barcelona og er búinn að vera hjá FC Bayern að láni allt tímabilið. Barca er talið vilja selja kantmanninn og er Leicester meðal áhugasamra liða. Verðmiðinn er þó líklegast alltof hár fyrir félagið.

„Flestir horfa á hann og segja að hann henti ekki fyrir ensku úrvalsdeildina. Þegar ég horfi á hann sé ég gæði. Aðrir leikmenn finna fyrir minnimáttarkennd því hann er svo góður með boltann.

„Það er sorglegt að sjá alla þessa neikvæðu umræðu um hann. Þetta er hágæðaleikmaður og ef hann kemur aftur í úrvalsdeildina þá mun hann sanna það. Hann er í heimsklassa."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner