Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 02. júní 2023 22:36
Hafliði Breiðfjörð
Nonni Sveins: Vona að Gummi Magg hafi verið svekktur
Jón Sveinsson gat verið glaður eftir 4 - 1 sigur Framara í kvöld.
Jón Sveinsson gat verið glaður eftir 4 - 1 sigur Framara í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var virkilega góð frammistaða af okkar hálfu heilt yfir í dag og sanngjarn sigur," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 4 - 1 sigur á Keflavík í kvöld. Leikurinn var samt hundleiðinlegur í fyrri hálfleik en að lokum hin mesta skemmtun.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Keflavík

„Já það gekk erfiðlega að opna Keflvíkingana og vissum alveg að þeir myndu verja markið sitt vel, þeir hafa verið að gera það undanfarið og gengið ágætlega. Svo eru þeir alltaf hættulegir og þurfa bara eitt gott færi. Þeir fengu færi í fyrri hálfleiknum, skalla í teig og annað sem hann var kominn í gegn. Það hefði verið öðruvísi leikur ef þeir hefðu komist yfir en sem betur fer var það okkar megin."

 Í seinni hálfleik áttu Fred og Tiago geggjaðan leik sem meira en annað skóp sigurinn. Hvað sagði Nonni við þá í hálfleik?

„Þú þarft ekkert að segja mikið við þessa leikmenn, þeir elska að spila fótbolta við þessar aðstæður, stúkan í stuði og þá er bara gaman inni á vellinum. Þeir kveikja í leikjum, bæði frábærir í fótbolta og eru að hlaupa og berjast. Fred átti stórkostlegan leik og Tiago sömuleiðis."

Nonni ræddi einnig um gula spjaldið sem hann fékk fyrir að mótmæla vítaspyrnudóminum. „Ég var fullpirraður og hagaði mér ekki sómasamlega, enda fékk ég gult spjald verðskuldað," sagði hann. „Ég man ekki hvað ég sagði en örugglega eitthvað án þess að móðga eða særa neinn. Ég var fullæstur þarna en ég og bekkurinn tókum þetta saman."

 Guðmundur Magnússon var ekki í byrjunarliði Fram í kvöld, afhverju var það?

„Gummi er búinn að vera að ströggla undanfarið, hann er veikur í hné og það er stutt frá síðasta leik. Við ákváðum að gefa honum hvíldina. Við skorum svo tvö mörk eftir að hann kom inná, og hann kom sér í færi og var óheppinn að skora ekki. Ég sagði við hann fyrir leikinn að hann þyrfti ekki alltaf 90 mínútur til að skora mörk því hann hefur sýnt það í gegnum tíðin að hann kemur innáskorar og var óheppinn að gera það ekki í dag."

Eitthvað segir mér að hann hafi ekki tekið þessu vel? „Vonandi ekki, Gummi er mikill keppnismaður og vill spila alla leiki og alltaf 90 mínútur. Ég vona að hann hafi verið svekktur, alveg eins og aðrir sem byrja á bekknum. Hann gerir sannarlega tilkall til að spila leikina, hann er okkar markahæsti leikmaður. Þetta var ákveðinn séns, við þurftum mikla vinnslu í dag og fannst skynsamlegt að hvíla hann aðeins sökum þessa."

Að lokum ræddi Jón um Kristján Óla Sigurðsson og ummæli hans í Þungavigtinni. Hann segir að honum hafi þótt að sér vegið en gæti þó ekki verið meira sama hvað Kristján Óli sé að blaðra.


Athugasemdir
banner
banner