Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 02. júlí 2022 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Selma Sól á leið á sitt fyrsta mót: Forréttindi að fá að vera hérna
Icelandair
Selma Sól gefur áritanir.
Selma Sól gefur áritanir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma ræðir hér við Ásmund, aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Selma ræðir hér við Ásmund, aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Selma Sól Magnúsdóttir er ein af ellefu leikmönnum sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. Liðið leikur á EM í Englandi í þessum mánuði.

Selma fór nýverið út til Rosenborg í Noregi þar sem hún hefur verið að leika mjög vel. Selma ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Herzogenaurach í kvöld.

„Þessir dagar eru búnir að vera mjög fínir,” segir Selma um dagana frá því hún kom til móts við hópinn. „Það er búið að ganga vel.”

Liðið spilaði æfingaleik við Pólland á miðvikudag og vann þar 1-3 sigur. Selma kom hins vegar ekki við sögu þar. „Auðvitað vill maður spila og alltaf fá mínútur, en þjálfarinn ræður.”

„Við fórum á æfingu hérna í morgun og aðstaðan hérna er góð. Hótelið er mjög næs, allt mjög fínt. Það er allt til fyrirmyndar.”

Hvernig líst henni á mótið sem er framundan? „Bara mjög spennandi verkefni. Það eru forréttindi að fá að vera hérna, bara geggjað. Markmiðið er auðvitað að fara upp úr riðlinum en við verðum bara að bíða og sjá.”

Frábær tími hjá Rosenborg
Selma hefur náð að aðlagast mjög hratt hjá Rosenborg, sem er eitt besta liðið í Noregi. Hún er búin að gera þrjú deildarmörk í 15 leikjum, og hafa þau mörk ekki verið af verri gerðinni.

„Þetta er búið að vera gaman og það hefur gengið vel,” segir Selma en hún bjóst ekki alveg við því að vera í svona stóru hlutverki strax. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við því. En maður þarf að grípa tækifærið sem maður fær.”

Hatar Selma að skora ljót mörk? „Nei, alls ekki. Allt sem hjálpar liðinu, það telur. Það er gaman að ná að skora mörk sama hvernig þau líta út.”

Allt viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner