Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
banner
   lau 02. júlí 2022 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Selma Sól á leið á sitt fyrsta mót: Forréttindi að fá að vera hérna
Icelandair
Selma Sól gefur áritanir.
Selma Sól gefur áritanir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma ræðir hér við Ásmund, aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Selma ræðir hér við Ásmund, aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Selma Sól Magnúsdóttir er ein af ellefu leikmönnum sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. Liðið leikur á EM í Englandi í þessum mánuði.

Selma fór nýverið út til Rosenborg í Noregi þar sem hún hefur verið að leika mjög vel. Selma ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Herzogenaurach í kvöld.

„Þessir dagar eru búnir að vera mjög fínir,” segir Selma um dagana frá því hún kom til móts við hópinn. „Það er búið að ganga vel.”

Liðið spilaði æfingaleik við Pólland á miðvikudag og vann þar 1-3 sigur. Selma kom hins vegar ekki við sögu þar. „Auðvitað vill maður spila og alltaf fá mínútur, en þjálfarinn ræður.”

„Við fórum á æfingu hérna í morgun og aðstaðan hérna er góð. Hótelið er mjög næs, allt mjög fínt. Það er allt til fyrirmyndar.”

Hvernig líst henni á mótið sem er framundan? „Bara mjög spennandi verkefni. Það eru forréttindi að fá að vera hérna, bara geggjað. Markmiðið er auðvitað að fara upp úr riðlinum en við verðum bara að bíða og sjá.”

Frábær tími hjá Rosenborg
Selma hefur náð að aðlagast mjög hratt hjá Rosenborg, sem er eitt besta liðið í Noregi. Hún er búin að gera þrjú deildarmörk í 15 leikjum, og hafa þau mörk ekki verið af verri gerðinni.

„Þetta er búið að vera gaman og það hefur gengið vel,” segir Selma en hún bjóst ekki alveg við því að vera í svona stóru hlutverki strax. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við því. En maður þarf að grípa tækifærið sem maður fær.”

Hatar Selma að skora ljót mörk? „Nei, alls ekki. Allt sem hjálpar liðinu, það telur. Það er gaman að ná að skora mörk sama hvernig þau líta út.”

Allt viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner