Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 02. júlí 2022 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Selma Sól á leið á sitt fyrsta mót: Forréttindi að fá að vera hérna
Icelandair
Selma Sól gefur áritanir.
Selma Sól gefur áritanir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma ræðir hér við Ásmund, aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Selma ræðir hér við Ásmund, aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Selma Sól Magnúsdóttir er ein af ellefu leikmönnum sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. Liðið leikur á EM í Englandi í þessum mánuði.

Selma fór nýverið út til Rosenborg í Noregi þar sem hún hefur verið að leika mjög vel. Selma ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Herzogenaurach í kvöld.

„Þessir dagar eru búnir að vera mjög fínir,” segir Selma um dagana frá því hún kom til móts við hópinn. „Það er búið að ganga vel.”

Liðið spilaði æfingaleik við Pólland á miðvikudag og vann þar 1-3 sigur. Selma kom hins vegar ekki við sögu þar. „Auðvitað vill maður spila og alltaf fá mínútur, en þjálfarinn ræður.”

„Við fórum á æfingu hérna í morgun og aðstaðan hérna er góð. Hótelið er mjög næs, allt mjög fínt. Það er allt til fyrirmyndar.”

Hvernig líst henni á mótið sem er framundan? „Bara mjög spennandi verkefni. Það eru forréttindi að fá að vera hérna, bara geggjað. Markmiðið er auðvitað að fara upp úr riðlinum en við verðum bara að bíða og sjá.”

Frábær tími hjá Rosenborg
Selma hefur náð að aðlagast mjög hratt hjá Rosenborg, sem er eitt besta liðið í Noregi. Hún er búin að gera þrjú deildarmörk í 15 leikjum, og hafa þau mörk ekki verið af verri gerðinni.

„Þetta er búið að vera gaman og það hefur gengið vel,” segir Selma en hún bjóst ekki alveg við því að vera í svona stóru hlutverki strax. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við því. En maður þarf að grípa tækifærið sem maður fær.”

Hatar Selma að skora ljót mörk? „Nei, alls ekki. Allt sem hjálpar liðinu, það telur. Það er gaman að ná að skora mörk sama hvernig þau líta út.”

Allt viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner