Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   lau 02. júlí 2022 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Selma Sól á leið á sitt fyrsta mót: Forréttindi að fá að vera hérna
Icelandair
Selma Sól gefur áritanir.
Selma Sól gefur áritanir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma ræðir hér við Ásmund, aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Selma ræðir hér við Ásmund, aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Selma Sól Magnúsdóttir er ein af ellefu leikmönnum sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. Liðið leikur á EM í Englandi í þessum mánuði.

Selma fór nýverið út til Rosenborg í Noregi þar sem hún hefur verið að leika mjög vel. Selma ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Herzogenaurach í kvöld.

„Þessir dagar eru búnir að vera mjög fínir,” segir Selma um dagana frá því hún kom til móts við hópinn. „Það er búið að ganga vel.”

Liðið spilaði æfingaleik við Pólland á miðvikudag og vann þar 1-3 sigur. Selma kom hins vegar ekki við sögu þar. „Auðvitað vill maður spila og alltaf fá mínútur, en þjálfarinn ræður.”

„Við fórum á æfingu hérna í morgun og aðstaðan hérna er góð. Hótelið er mjög næs, allt mjög fínt. Það er allt til fyrirmyndar.”

Hvernig líst henni á mótið sem er framundan? „Bara mjög spennandi verkefni. Það eru forréttindi að fá að vera hérna, bara geggjað. Markmiðið er auðvitað að fara upp úr riðlinum en við verðum bara að bíða og sjá.”

Frábær tími hjá Rosenborg
Selma hefur náð að aðlagast mjög hratt hjá Rosenborg, sem er eitt besta liðið í Noregi. Hún er búin að gera þrjú deildarmörk í 15 leikjum, og hafa þau mörk ekki verið af verri gerðinni.

„Þetta er búið að vera gaman og það hefur gengið vel,” segir Selma en hún bjóst ekki alveg við því að vera í svona stóru hlutverki strax. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við því. En maður þarf að grípa tækifærið sem maður fær.”

Hatar Selma að skora ljót mörk? „Nei, alls ekki. Allt sem hjálpar liðinu, það telur. Það er gaman að ná að skora mörk sama hvernig þau líta út.”

Allt viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner