Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 02. júlí 2022 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Selma Sól á leið á sitt fyrsta mót: Forréttindi að fá að vera hérna
Icelandair
Selma Sól gefur áritanir.
Selma Sól gefur áritanir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma ræðir hér við Ásmund, aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Selma ræðir hér við Ásmund, aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Selma Sól Magnúsdóttir er ein af ellefu leikmönnum sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. Liðið leikur á EM í Englandi í þessum mánuði.

Selma fór nýverið út til Rosenborg í Noregi þar sem hún hefur verið að leika mjög vel. Selma ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Herzogenaurach í kvöld.

„Þessir dagar eru búnir að vera mjög fínir,” segir Selma um dagana frá því hún kom til móts við hópinn. „Það er búið að ganga vel.”

Liðið spilaði æfingaleik við Pólland á miðvikudag og vann þar 1-3 sigur. Selma kom hins vegar ekki við sögu þar. „Auðvitað vill maður spila og alltaf fá mínútur, en þjálfarinn ræður.”

„Við fórum á æfingu hérna í morgun og aðstaðan hérna er góð. Hótelið er mjög næs, allt mjög fínt. Það er allt til fyrirmyndar.”

Hvernig líst henni á mótið sem er framundan? „Bara mjög spennandi verkefni. Það eru forréttindi að fá að vera hérna, bara geggjað. Markmiðið er auðvitað að fara upp úr riðlinum en við verðum bara að bíða og sjá.”

Frábær tími hjá Rosenborg
Selma hefur náð að aðlagast mjög hratt hjá Rosenborg, sem er eitt besta liðið í Noregi. Hún er búin að gera þrjú deildarmörk í 15 leikjum, og hafa þau mörk ekki verið af verri gerðinni.

„Þetta er búið að vera gaman og það hefur gengið vel,” segir Selma en hún bjóst ekki alveg við því að vera í svona stóru hlutverki strax. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við því. En maður þarf að grípa tækifærið sem maður fær.”

Hatar Selma að skora ljót mörk? „Nei, alls ekki. Allt sem hjálpar liðinu, það telur. Það er gaman að ná að skora mörk sama hvernig þau líta út.”

Allt viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner