Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 13:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki raunhæft fyrir Barcelona að kaupa Neymar
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, telur það ekki raunhæft að kaupa Neymar aftur til félagsins í núverandi ástandi.

Bartomeu heldur því fram að Barcelona hafi misst 200 milljarðar evra í tekjur á milli mars og júní vegna kórónuveirufaraldursins.

„Öll stóru félögin í Evrópu lenda í vandræðum og það tekur ekki bara eitt ár að koma til baka, heldur þrjú eða fjögur," sagði Bartomeu í samtali við Sport.

Barcelona seldi Neymar til Paris Saint-Germain sumarið 2017 fyrir 200 milljónir punda, en félagið hefur verið að reyna að kaupa hann aftur.

Bartomeu segir það ekki raunhæft að kaupa Brasilíumanninn og að það verði mjög erfitt að kaupa argentíska sóknarmanninn Lautaro Martinez frá Inter. Barcelona er ekki lengur í viðræðum við Inter varðandi Martinez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner