Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 02. október 2013 16:45
Elvar Geir Magnússon
Efnilegasti leikmaður ársins: Ég er senter
Hólmbert Aron Friðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, er efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar árið 2013 að mati Fótbolta.net.

Hinn tvítugi Hólmbert fékk tækifæri í fremstu víglínu eftir að hafa áður verið á kantinum og hann nýtti það með því að skora 10 mörk í Pepsi-deildinni.

,,Það gekk vel í sumar. Ég fór að spila mína stöðu og það gerði kannski útslagið. Ég er senter," sagði Hólmbert við Fótbolta.net í dag.

Hólmbert segir að stefnan sé sett á að spila sem atvinnumaður erlendis í framtíðinni.

,,Það er draumurinn og vonandi gengur það eftir. Það liggur kannski ekkert á, ég gæti alveg tekið næsta ár heima og þroskast. Mig langar út, ef það gengur þá gerist það en ef ekki þá er það Pepsi-deildin og Evrópukeppni á næsta ári."

Ríkharður Daðason tók við Fram í byrjun sumars en hann mun ekki halda áfram með liðið að ári.

,,Hann hringdi í mig í gær og sagði mér frá þessu. Maður var nokkuð fúll, það var leiðinlegt að heyra þetta," sagði Hólmbert.

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Ölgerðina.
Athugasemdir
banner
banner