Liverpool hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Curtis Jones fékk í leiknum umdeilda gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni síðasta laugardag.
Jones var vikið af velli í fyrri hálfleiknum fyrir brot sem má sjá á myndbandi með því að smella hérna.
Jones fékk fyrst gult spjald en fékk í kjölfarið rauða eftir að Simon Hooper skoðaði atvikið aftur.
Miðjumaðurinn er eins og staðan er núna á leið í þriggja leikja bann. Hann myndi þá missa af leikjum gegn Brighton, Everton og Nottingham Forest.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ósáttur við rauða spjaldið og sagði að þeir sem væru sammála dómnum hefðu líklega aldrei spilað fótbolta.
Liverpool vonast til þess að rauða spjaldið verði tekið til baka.
Athugasemdir