Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   mán 02. október 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raul hafnaði tilboði frá Schalke sem er í veseni
Raul er fyrrum leikmaður Schalke.
Raul er fyrrum leikmaður Schalke.
Mynd: Getty Images
Raul Gonzalez, goðsögn hjá Real Madrid, hefur hafnað tilboði Schalke um að taka við þjálfun liðsins.

Schalke er að eiga hörmulegt tímabil en liðið er sem stendur í 16. sæti B-deildarinnar í Þýskalandi. Thomas Reis var skiljanlega rekinn úr starfi þjálfara á dögunum.

Schalke leitaði þá til Raul að taka við starfinu en hann hafnaði tilboðinu félagsins.

Raul er 46 ára gamall en hann lék 741 leik með Real Madrid á sínum magnaða leikmannaferli. Hann skoraði 323 mörk í þessum leikjum fyrir Madrídarstórveldið. hann spilaði þá 102 landsleiki fyrir Spánverja og skoraði í þeim 44 mörk. Hann spilaði einnig um stutt skeið með Schalke.

Raul hefur þjálfað bæði B-lið Real Madrid og U19 liðið eftir að skórnir fóru upp á hillu og er vel metinn innan félagsins. Hans draumur er að þjálfa aðallið Madrídinga einn daginn. Hann er ánægður í Madríd og langar ekki að fara þaðan í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner