Raphael Varane varnarmaður Manchester United kallar eftir því að sóknarmenn liðsins sýni meiri miskunnarleysi fyrir framan mark andstæðingana, svo liðið geti rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun.
1-0 tapið gegn Crystal Palace á laugardaginn þýðir að United hefur tapað fimm af fyrstu níu leikjum sínum. United hefur einungis skorað sjö mörk í sjö deildarleikjum á þessu tímabili.
Marcus Rashford er bara kominn með eitt mark en hann var öflugasti skorari liðsins á síðasta tímabili.
1-0 tapið gegn Crystal Palace á laugardaginn þýðir að United hefur tapað fimm af fyrstu níu leikjum sínum. United hefur einungis skorað sjö mörk í sjö deildarleikjum á þessu tímabili.
Marcus Rashford er bara kominn með eitt mark en hann var öflugasti skorari liðsins á síðasta tímabili.
„Meistaradeildin snýst um smáatriði og það þarf að sýna skilvirkni til að vinna þessa keppni," sagði Varane sem var á fréttamannafundi fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Galatasaray sem fram fer annað kvöld.
„Það þarf að bæta ákvarðanatökurnar við vítateig andstæðingana. Við erum ekki að fá mörg mörk á okkur en við þurfum að skapa meira til að skora. Það þarf skilvirkni til að vinna bikara. Það eru gæði í hópnum til að vinna titla."
Rashford hefur átt næstflestar marktilraunir í deildinni en aðeins komið sex af 28 á markið sjálft.
„Það er staðreynd að hann er ekki að skora sem stendur en hann hefur fengið sín færi. Ef hann heldur einbeitingu og mun fá þá aðstoð sem hann þarf í kringum sig þá mun hann skora," segir Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Athugasemdir