Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 02. desember 2022 14:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið H-riðils: Suarez byrjar gegn Gana - Ronaldo með
Luis Suarez.
Luis Suarez.
Mynd: Getty Images
Ronaldo byrjar hjá Portúgal.
Ronaldo byrjar hjá Portúgal.
Mynd: Getty Images
Kudus spilar með Gana.
Kudus spilar með Gana.
Mynd: Getty Images
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir leiki dagsins í H-riðlinum á HM. Portúgal er komið upp úr þessum riðli en hin þrjú liðin eru öll að berjast um það að fara með í 16-liða úrslitin.

Leiks Gana og Úrúgvæ er beðið með mikilli eftirvæntingu en þessi lið mættust í eftirminnilegum leik á HM 2010. Það var í átta-liða úrslitum en Úrúgvæ hafði að lokum betur í vítaspyrnukeppni.

Luis Suarez, sóknarmaður Úrúgvæ, varð óvinur Ganverja númer eitt þegar hann varði boltann á línu með hendinni á lokamínútu framlengingarinnar. Hann kom í veg fyrir að Gana skoraði sigurmarkið og yrði þar með fyrsta Afríkuþjóðin til að komast í undanúrslit HM.

Suarez var rekinn af velli og Asamoah Gyan skaut í slána úr vítaspyrnunni. Suarez horfði á frá göngunum og trylltist úr fögnuði.

Úrúgvæ vann vítakeppnina og nú mætast liðin tólf árum síðar. Stuðningsmenn Gana þrá hefnd en litið er á Suarez sem djöfulinn sjálfan í Gana. Hann byrjar þennan leik eins og sjá má hér að neðan.

Portúgal gerir margar breytingar á liði sínu fyrir leikinn Suður-Kóreu en stórstjarnan Cristiano Ronaldo byrjar samt sem áður. Hann þráir það að bæta fleiri HM-mörkum við sinn feril.

15:00 Gana - Úrúgvæ

Byrjunarlið Gana: Ati-Zigi; Seidu, Amartey, Salisu, Rahman; Partey, Abdul Samed; Kudus, Jordan Ayew, André Ayew; Iñaki Williams.

Byrjunarlið Úrúgvæ: Rochet; Varela, Giménez, Coates, Olivera; Pellistri, Fede Valverde, Bentancur, De Arrascaeta; Darwin Núñez, Luis Suárez.

15:00 Suður-Kórea - Portúgal

Byrjunarlið Suður-Kóreu: Seung-gyu; Moon-hwan, Young-gwonm, Kyung-won Kwon, Jin-su; In-beom Hwang, Jung; Kang-in Lee, Jae-sung Lee, Son; Cho.

Byrjunarlið Portúgal: Diogo Costa; Dalot, António Silva, Pepe, Cancelo; Neves, Vitinha, Nunes, João Mário; Cristiano, Ricardo Horta.




Hvað þurfa liðin að gera til að komast í 16-liða úrslit?

H-riðill:

Portúgal er komið í 16-liða úrslitin og mun innsigla sigur í riðlinum ef liðið forðast tap gegn Suður-Kóreu.

Gana er öruggt með að komast áfram ef liðið vinnur Úrúgvæ. Gana kemst áfram með jafntefli ef Suður-Kórea vinnur ekki Portúgal.

Úrúgvæ verður að vinna og treysta á að Suður-Kórea vinni ekki Portúgal. Markatala ræður úrslitum ef Úrúgvæ og Suður-Kórea vinna bæði.

Suður-Kórea verður að vinna Portúgal til að eiga möguleika.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner