Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. desember 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grealish sér eftir ummælunum um Almiron - „Var búinn að fá mér nokkra"
Mynd: Getty Images

Jack Grealish leikmaður Manchester City og enska landsliðsins sér eftir að hafa gert grín af Miguel Almiron leikmanni Newcastle eftir að City varð enskur meistari á síðustu leiktíð.


Það náðist myndband af honum þar sem hann sagði að Riyad Mahrez hafi átt skilið að vera tekinn af velli í lokaleiknum gegn Aston Villa þar sem hann var að spila eins og Almiron.

„Þetta var daginn eftir að tímabilinu lauk og ég var búinn að fá mér nokkra og svona. Við vorum að fagna og ég var ekki í símanum eða á samfélagsmiðlum. Svo var ég á Ibiza og þetta var útum allt. Ég sé eftir þessu," sagði Grealish.

„Stundum geri ég heimskulega hluti og þetta er einn af þeim, ég sé eftir þessu, ég lofa. Það er geggjað hvernig Almiron hefur tekið þessu. Hann sagði eitthvað um mig í viðtali um daginn, hann óskaði mér alls hins besta. Ég hugsaði: Þvílíkur maður. Því ef þetta væri ég og einhver sagði þetta um mig hefði ég tekið þessu allt öðruvísi."

Hann kom skilaboðum áfram á Almiron eftir þetta. En hann heyrði í Matt Targett fyrrum liðsfélaga sínum og núverandi liðsfélaga Almiron.

„Ég er náinn honum frá tímanum hjá Aston Villa og spurði hann hvort hann gæti komið skilaboðum áfram á Almiron og sagt að ég biðst afsökunnar. Ég meinti þetta auðvitað ekki."

Það mætti halda að þessi ummæli Grealish hafi kveikt í Almiron þar sem hann hefur átt frábært tímabil með Newcastle. Hann hefur skorað 8 mörk í 15 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner